fbpx

Til Hamingju Unnbjörg!

24. ágúst 2021 | Félagið
Til Hamingju Unnbjörg!

Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir er nýr meðlimur í 100 leikja klúbb meistaraflokk Víkings og áður HK/Víkings. Unnbjörg er sú átjánda í röðinni frá því Ellen Bjarnadóttir varð fyrst til, árið 2007. Þó leikskrár séu ekki allar ábyggilegar frá því fyrr á árum er ljóst að engin þeirra leikmanna sem léku með Víkingi á árunum 1981-1985 náði þessum leikjafjölda og Unnbjörg því fyrst til að ná honum í Víkingstreyjunni!

 

 

Unnbjörg fór upp í gegn um alla yngri flokka Víkings og spilað sinn fyrsta leik með meistaraflokki 2010, þá 16 ára. Hún hafði aðallega spilað sem markvörður í yngri flokkum og spilaði m.a. einn leik í marki  U17 landsliðs Íslands í úrslitum á EM 2011. Hún Spilað fjölda leikja í marki bæði fyrir mfl. og 2. fl. og var bæði árin 2011 og 2012 valin besti leikmaður 2. fl. Í lok árs 2012 hafði hún spilað yfir 50 leiki fyrir mfl., en hún var þá einnig farin að spila leiki úti á velli. Hún spilaði tvo leiki með HK/Víkingi í Pepsídeildinni 2013, en árið 2014 skipti hún yfir í Hauka og lék með þeim þar til hún fór á fótboltastyrk til náms í Bandaríkjunum 2015. Hún spilaði með HK/Víkingi sumarið 2016, en árið eftir skipti hún yfir í Víking Ólafsvík og 2018 spilaði hún svo nokkra leiki með Þrótti. Haustið 2019 kom hún svo aftur heim til að taka þátt í uppbyggingu meistaraflokksliðs Víkings, sem tefldi á ný fram sjálfstæðu liði árið 2020, eftir 19 ára farsælt samstarf með HK. Unnbjörg er handhafi Lárubikarsins, eftir að hafa verið valin besti leikmaður Víkings utan sem innan vallar árið 2020. Hún náði 100 leikja markinu fyrir Víking (og HK/Víking) í leik á móti Gróttu  þann 6. ágúst síðastliðinn, en alls á hún 136 leiki í mfl. fyrir áðurnefnd félög, í öllum mótum. 

Fyrir leikinn á móti Augnabliki, þann 14. ágúst veitt Friðrik Magnússon formaður knattspyrnudeildar henni blómvönd og skjöld, sem viðurkenningu fyrir leikjafjöldann. Til Hamingju Unnbjörg.