Þrjár tilnefningar | ÍBR
11. desember 2023 | KnattspyrnaÍ dag tilkynnti Íþróttabandalag Reykjavíkur um tilnefningar til Liðs ársins og Íþróttafólks ársins. Meistaraflokkur kvenna, Meistaraflokkur karla og leikmaður meistaraflokks karla, Birnir Snær Ingason eru þar á meðal.
Árið 2023 var stórkostlegt fyrir meistaraflokkana okkar.
Stelpurnar okkar urðu Lengjudeildarmeistarar, Lengjubikarmeistarar og Mjólkurbikarmeistarar.
Strákarnir okkar urðu Íslands- og Bikarmeistarar í 2 skiptið á 3 árum. Birnir Snær Ingason var einnig kjörinn besti leikmaðurinn í Bestu deild karla í fótbolta árið 2023 af leikmönnum deildarinnar og fékk þau verðlaun afhent í síðasta leik tímabilsins hjá strákunum.
Lið ársins og Íþróttafólk ársins verður tilkynnt miðvikudaginn 13.desember við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur
Knattspyrnudeild Víkings óskar þeim öllum til hamingju með tilnefningarnar og við getum ekki beðið eftir að sjá þau öll aftur á Heimavelli Hamingjunnar.