Þorrablót Víkings 2023

Þorrablót Víkings 2023 verður haldið í Víkinni laugardaginn 28. janúar kl.19:00

Hljómsveitin Made in sveitin ásamt söngkonunni henni Ernu mun halda uppi stemningunni á ballinu. Hinn eini sanni Bergur Ebbi mun láta ljós sitt skína.

Víkingurinn hún Þórdís Valsdóttir sér um veislustjórn. 

Miðaverð (matur & ball):.
Almennt miðaverð: 14.900
Kaupið miða hér: www.midix.is

Takmarkað magn miða er í boði og því hvetjum við ykkur til að kaupa miða sem fyrst.

Að sjálfsögðu er enginn annar en Þorrakóngurinn sjálfur í Múlakaffi sem sér um þorrahlaðborðið. Þeir sem ekki borða þorramat þurfa ekki að hafa áhyggjur því einnig verður í boði veislumatur með meiru.

Húsið opnar 19:00 og lokar það klukkan 20:00 til að borðhald geti hafist á réttum tíma.

Fyrirspurnir berast á: [email protected]

Hlökkum til að sjá ykkur,
Barna- og unglingaráð Víkings

ÁFRAM VÍKINGUR

Aðrar greinar

Forsíðufrétt

Víkingur auglýsir eftir umsóknum um stöðu bókara

Lesa nánar
Karate, Forsíðufrétt

Karate æfingar hefjast á mánudaginn

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Októberfest Víkings verður haldið 4. október

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Valgerður Elín heiðruð

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Leikfimi fyrir eldri borgara er hafin í Víkinni

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Gervigreindarfulltrúinn Vaka hefur hafið störf hjá Víking

Lesa nánar