Þórður Ingason framlengir

Þórður Ingason hefur framlengt samning sinn við Knattspyrnudeild Víkings um tvö ár, eða út tímabilið 2024. Þetta eru gleðitíðindi fyrir Víkinga enda er Þórður algjör lykilmaður innan vallar sem utan.

Þórður er 34 ára gamall markvörður. Hann gekk til liðs við Víking frá Fjölni árið 2019 en Þórður hefur leikið lykilhlutverk í sterku liði Víkings undanfarin ár og spilaði hann mikilvægt hlutverk á síðasta tímabili þegar liðið varð Íslands- og bikarmeistari.

Það eru gleðifréttir að Þórður skrifi undir áframhaldandi samning við okkar í Víking. Við erum gríðarlega ánægð með að halda einum af bestu markvörðum efstu deildar í röðum okkar

  • Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víking

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Handbolti

Daníel Ísak ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Eyrún Ósk Hjartardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Þyri Erla Sigurðardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Felix Már Kjartansson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Ísak Óli Eggertsson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Shaina Faiena Ashouri í Víking

Lesa nánar