Þórdís Hrönn í Hamingjuna (staðfest)

Það er með mikilli hamingju sem Knattspyrnudeild Víkings tilkynnir að Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (1993) hefur skrifað undir samning við félagið út árið 2026.

Þórdís er gríðarlega reynslumikil og getur spilað hvar sem er á miðju / framarlega á vellinum. Hún hefur leikið í meistaraflokki hérlendis með Breiðablik, Stjörnunni, Þór/KA, KR og Val og með Älta IF og Kristianstad í Svíþjóð. Árið 2021 lék hún svo með kýpverska liðinu Apollon. Samtals hefur Þórdís leikið 292 leiki í meistaraflokki og hefur skorað í þeim 84 mörk. Þórdís varð Bikarmeistari 2013 með Breiðablik og Íslandsmeistari með Stjörnunni árið 2016.

Þórdís á að baki tvo landsleiki með A landsliði Íslands og 29 leiki með yngri landsliðum Íslands, samtals 31 leik sem og skoraði í þeim 7 mörk.

Gefum John Andrews, þjálfara meistaraflokks orðið.

Þórdís er frábær fótboltamaður og er með töfra í fótunum, það er bara þannig. Við erum í skýjunum með að hafa fengið hana í hópinn okkar. Við höfum þekkst lengi og hún er leikmaður sem ég hef alltaf dást að og borið virðingu fyrir. Það eru til nokkrar tegundir af leiðtogum og á sinn hátt er Þórdís frábært dæmi um leikmann sem setur gott fordæmi fyrir öll sem í kringum hana eru. Jákvæð orka hennar og baráttuvilji er smitandi og hún er strax búin að mynda sterk tengsl í hópnum. 

Knattspyrnudeild Víkings býður Þórdísi Hrönn hjartanlega velkomna í Hamingjuna og við hlökkum til þess að fylgjast með henni á vellinum í sumar. ❤️🖤

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lokahóf knattspyrnudeildar árið 2025

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Æfingar falla niður vegna veðurs og mannvirkjum Víkings lokað

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Orri Hjaltalín ráðinn vallarstjóri hjá Víkingi

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Pablo Punyed kveður Hamingjuna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Víkingar í vali í yngri landsliðum karla í handbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Matti Villa í nýtt hlutverk hjá Víkingum

Lesa nánar