Tara Jónsdóttir til Gróttu

Tara Jónsdóttir hefur fengið félagaskipti og mun spila með Gróttu í sumar. Tara hefur spilað 131 leiki með meistaraflokki Víkings frá árinu 2020 og skorað í þeim 9 mörk.  Sem uppalinn Víkingur hefur Tara spilað upp alla yngri flokkana með félaginu og hefur verið lykilleikmaður í verkefni Víkinga undanfarin ár og hefur árangurinn ekki leynt sér. Mjólkurbikarmeistari og Lengjudeildarmeistari árið 2023, Meistari meistaranna árið 2024, Reykjavíkurmeistari árið 2024, 3.sætið í Bestu deildinni árið 2024 og nú síðast Reykjavíkurmeistari árið 2025. Það er erfitt að kveðja Töru enda hefur hún lagt mikið til félagsins okkar í frábærri vegferð og uppgangi. Tara kemur af mikilli Víkingsfjölskyldu og við munum koma til með að fylgjast vel með henni og hún með okkur í sumar. Við erum viss um að leiðir okkar muni krossa á nýjan leik síðar meir.

Sjáumst fljótlega í Hamingjunni Tara!

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lokahóf knattspyrnudeildar árið 2025

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Æfingar falla niður vegna veðurs og mannvirkjum Víkings lokað

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Orri Hjaltalín ráðinn vallarstjóri hjá Víkingi

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Pablo Punyed kveður Hamingjuna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Víkingar í vali í yngri landsliðum karla í handbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Matti Villa í nýtt hlutverk hjá Víkingum

Lesa nánar