Tara Jónsdóttir til Gróttu

Tara Jónsdóttir hefur fengið félagaskipti og mun spila með Gróttu í sumar. Tara hefur spilað 131 leiki með meistaraflokki Víkings frá árinu 2020 og skorað í þeim 9 mörk.  Sem uppalinn Víkingur hefur Tara spilað upp alla yngri flokkana með félaginu og hefur verið lykilleikmaður í verkefni Víkinga undanfarin ár og hefur árangurinn ekki leynt sér. Mjólkurbikarmeistari og Lengjudeildarmeistari árið 2023, Meistari meistaranna árið 2024, Reykjavíkurmeistari árið 2024, 3.sætið í Bestu deildinni árið 2024 og nú síðast Reykjavíkurmeistari árið 2025. Það er erfitt að kveðja Töru enda hefur hún lagt mikið til félagsins okkar í frábærri vegferð og uppgangi. Tara kemur af mikilli Víkingsfjölskyldu og við munum koma til með að fylgjast vel með henni og hún með okkur í sumar. Við erum viss um að leiðir okkar muni krossa á nýjan leik síðar meir.

Sjáumst fljótlega í Hamingjunni Tara!

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Handbolti

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Víkings og BUR Hnd.

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Fyrsta æfingin hjá Ali Al-Mosawe (ALMO)

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Ali Al-Mosawe til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Sumardagurinn fyrsti í Fossvogs – og Bústaðahverfi

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Til hamingju með afmælið Víkingar nær og fjær!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Skráðir Víkingar fá afslátt í vefverslun

Lesa nánar