Tara Jónsdóttir framlengir til 2025

Knattspyrnudeild Víkings tilkynnir með ánægju að Tara Jónsdóttir hefur skrifað undir framlengingu á samningi við félagið.

Miðjumaðurinn öflugi mun framlengja samninginn sinn út keppnistímabilið 2025 sem tryggir að hún spili með Víkingsliðinu næstu 2 ár til viðbótar hið minnsta.

Þjálfari meistaraflokk kvenna, John Andrews sagði: Ég er mjög ánægður fyrir hönd Töru og klúbbsins. Hún er mikilvægur leikmaður fyrir okkur og mjög gott að hún sé búinn að skrifa undir a.m.k 2 ára samning við félagið.

Tara Jónsdóttir er uppalinn Víkingur og spilaði upp alla yngri flokka Víkings og á 96 meistaraflokks leiki fyrir sameignlegt lið HK/Víkings & Víking.  Hún hefur svo verið í lykilhlutverki með sjálfstæðu liði Víkings síðustu fjögur tímabil, þar sem liðið hefur gert stigvaxandi atlögu að sæti á meðal þeirra bestu. Hún var leikjahæst allra leikmanna á síðasta tímabili og var valinn leikmaður ársins af liðsfélögum og stjórn.

Frábærar fréttir fyrir okkur Víkinga og óskum Við Töru til hamingju með nýja samninginn!

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Ali Al-Mosawe til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Sumardagurinn fyrsti í Fossvogs – og Bústaðahverfi

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Til hamingju með afmælið Víkingar nær og fjær!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Tara Jónsdóttir til Gróttu

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Skráðir Víkingar fá afslátt í vefverslun

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Hulda Ösp Ágústsdóttir til Gróttu

Lesa nánar