Takk fyrir sumarið!

Tímabili karlaliðs Víkings lauk á laugardag þegar við mættum Breiðablik í lokaleik Bestu deildar karla. Þrátt fyrir að hafa ekki orðið Íslandsmeistarar má segja að þetta tímabil hafi verið það glæsilegast í 114 ára sögu Víkings. Liðið byrjaði tímabilið á að verða Meistari Meistaranna í apríl þegar við unnum Breiðablik 1-0 og endaði tímabilið á að vinna Mjólkurbikarinn þriðja skiptið í röð. Þá endaði liðið í 3. sæti Bestu deildar karla árið 2022.

Í sumar náði liðið einnig merkum áfanga í sögu Íslenskra knattspyrnu í Evrópukeppni. Við unnum stærsta útisigur íslensks liðs í Evrópukeppni gegn Levadia Tallin, sigruðum Inter D´escaldes, gáfum Malmö FF alvöru leiki í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu, sigruðum The New Saints í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu og vorum mjög nálægt því að komast í gegnum 3. umferðina gegn stórliðinu Lech Poznan frá Póllandi þar sem við unnum heimaleikinn 1-0.

Samtals spilaði karlalið Víkins í sumar 42 leiki og skoraði Víkingur 107 mörk í öllum keppnum: Eitt mark í Meistarar meistaranna, 66 í Bestu deild karla, 24 í Mjólkurbikar karla og 16 mörk í Evrópu.

Þessi árangur hefði ekki náðst án ykkar kæru stuðningsmenn. Við þökkum ykkur kærlega fyrir stuðninginn í sumar og bíðum spennt eftir öðru glæsilegu tímabili að ári.

Áfram Víkingur!

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Elías Már Ómarsson í Hamingjuna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Víkingar í vali í yngri landsliðum karla í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Íþróttaskóli Víkings vorið 2026!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Emma, Kristín Erla og Rakel framlengja til 2027!

Lesa nánar
Víkingur TV, Knattspyrna, Forsíðufrétt

Víkingur TV og undirbúningstímabilið framundan

Lesa nánar