Sveinn Gísli framlengir út 2028

Kæru Víkingar. Sveinn Gísli Þorkelsson hefur framlengt samning sinn við Knattspyrnudeild Víkings út árið 2028. Sveinn er varnarmaður, fæddur árið 2003 og kom til félagsins frá ÍR árið 2023. Hann hefur síðan leikið 32 leiki fyrir Víking, þar af 3 í Evrópukeppni og skorað eitt mark.

Sveinn Gísli er mjög efnilegur hafsent en getur spilað vinstri bakvörð sömuleiðis. Við bindum miklar væntingar við Svein Gísla og það verður gaman að fylgjast með honum vaxa og dafna hér í Hamingjunni næstu árin.

Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víking.

Eins og áður segir er nýr samningur Sveins Gísla við Víking nú út árið 2028 en hann skrifaði einnig undir 4 ára samning árið 2023.

Aðrar greinar

Forsíðufrétt

Víkingur auglýsir eftir umsóknum um stöðu bókara

Lesa nánar
Karate, Forsíðufrétt

Karate æfingar hefjast á mánudaginn

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Októberfest Víkings verður haldið 4. október

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Valgerður Elín heiðruð

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Leikfimi fyrir eldri borgara er hafin í Víkinni

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Gervigreindarfulltrúinn Vaka hefur hafið störf hjá Víking

Lesa nánar