Svanhildur Ylfa til Svíþjóðar

Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir leikmaður meistaraflokks kvenna er á leið til Elfsborg í Svíþjóð. Svanhildur er unnusta Ara Sigurpálssonar sem var seldur á dögunum frá Víking til Elfsborg.

Svanhildur, sem fædd er 2003, spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir HK/Víking árið 2019 og hefur frá 2020 verið hluti af liði Víkings. Svanhildur hefur frá 2020 verið lykilmaður í liði Víkings sem hefur notið mikillar velgengni og endaði í 3.sæti Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð. Með liðinu varð Svanhildur Mjólkurbikarmeistari, Lengjubikarmeistari, Lengjudeildarmeistari árið 2023, Meistari Meistaranna árið 2024 ásamt því að vinna tvo Reykjavíkurmótsmeistaratitla. 

Knattspyrnudeild Víkings óskar Svanhildi velgengni og hamingju í Svíþjóð og um leið þökkum við henni kærlega fyrir sitt framlag til félagsins. Sjáumst fljótlega í Hamingjunni Svanhildur!  ❤️🖤

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Dagur sjálfboðaliðans 5.desember

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt, Handbolti

Námskeið Víkings í Desember

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Gígja Valgerður kveður Víking

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Aron Snær Friðriksson í Hamingjuna

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Rauður og svartur fössari í vefverslun Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Frítt fyrir stelpur að æfa handbolta í tilefni af HM kvenna!

Lesa nánar