Svanhildur Ylfa til Svíþjóðar

Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir leikmaður meistaraflokks kvenna er á leið til Elfsborg í Svíþjóð. Svanhildur er unnusta Ara Sigurpálssonar sem var seldur á dögunum frá Víking til Elfsborg.

Svanhildur, sem fædd er 2003, spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir HK/Víking árið 2019 og hefur frá 2020 verið hluti af liði Víkings. Svanhildur hefur frá 2020 verið lykilmaður í liði Víkings sem hefur notið mikillar velgengni og endaði í 3.sæti Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð. Með liðinu varð Svanhildur Mjólkurbikarmeistari, Lengjubikarmeistari, Lengjudeildarmeistari árið 2023, Meistari Meistaranna árið 2024 ásamt því að vinna tvo Reykjavíkurmótsmeistaratitla. 

Knattspyrnudeild Víkings óskar Svanhildi velgengni og hamingju í Svíþjóð og um leið þökkum við henni kærlega fyrir sitt framlag til félagsins. Sjáumst fljótlega í Hamingjunni Svanhildur!  ❤️🖤

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lokahóf knattspyrnudeildar árið 2025

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Æfingar falla niður vegna veðurs og mannvirkjum Víkings lokað

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Orri Hjaltalín ráðinn vallarstjóri hjá Víkingi

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Pablo Punyed kveður Hamingjuna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Víkingar í vali í yngri landsliðum karla í handbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Matti Villa í nýtt hlutverk hjá Víkingum

Lesa nánar