Sumarnámskeið Víkings 2023

Sumarnámskeið Víkings 2023

Knattspyrnuskóli Víkings verður starfræktur bæði í Víkinni og í Safamýrinni núna í sumar. 

Knattspyrnuskólinn er fyrir krakka á aldrinum 6-9 ára (F. 2016-2013 ).
Skráning fer fram í gegnum Sportabler og er hægt að skrá iðkendur hálfan dag kl. 9-12 eða heilan dag kl. 9-16.
Byrjað verður að taka á móti börnum 8:30 og starfsmenn verða með börnunum til 16:30.


Skráning í Knattspyrnuskóla Víkings

Hópnum er skipt upp eftir aldri og þannig komið til móts við þarfir hvers hóps fyrir sig.
Fyrir hádegi verðum við útá velli í knattspyrnudagskrá og  eftir hádegi verður almenn skemmtidagskrá í gangi þar sem nærumhverfi félagsins er nýtt.

Kennarar við skólann eru íþróttakennarar að mennt og/eða reyndir og sérmenntaðir í sinni íþrótt.
Námskeið 1. 12. júní – 23. Júní / Tvær vikur
Námskeið 2. 26. júní – 7. júlí / Tvær vikur
Námskeið 3. 10. júlí – 21. júlí / Tvær vikur
Verð: (miðast við tveggja vikna námskeið)

Heill dagur kr. 20.000 kr
Hálfur dagur kr. 11.000 kr
Heill dagur með knattspyrnuæfingum (7. og 6. fl.) kr.16.000 kr
Það er einnig í boði að taka bara staka viku. Verð fyrir staka viku eru á 5.500 hálfur dagur / 10.000 kr heill dagur. Til að skrá í staka viku þarf að hafa samband við skrifstofu, [email protected] eða [email protected].

Skráning í Knattspyrnuskólann hefst miðvikudaginn 10. maí klukkan 12:00.


Skráning í Knattspyrnuskóla Víkings

Mikilvægt er að skrá í rétt námskeið við skráningu þar sem skráð er sér á námskeiðið í Víkinni og í Safamýrinni.

Allar upplýsingar fyrir sumarnámskeiðin berast í gegnum Sportabler, mikilvægt er að foreldrar tengi sig við Sportabler appið við skráningu.

Víkingur áskilur sér þann rétt að ef ekki næst lágmarksskráning verða hóparnir sameinaðir á þeim stað sem fleiri eru skráðir. Lágmarksskráning er 20 manns.

 

Handknattleiksskóli Víkings verður í Safamýri í júní og Safamýri og  Víkinni í ágúst.

Handknattleiksskóli Víkings er fyrir börn í 1-6. bekk

Námskeið 1 í Safamýrinni 8-16. júní. Tími 9:00-12:00 Verð: 8.500 kr (Æfingar eru á virkum dögum)

Námskeið 2 í Víkinni og í Safamýri 7-18 ágúst. Tími 9:00-12:00 Verð: 11.000 kr (Æfingar eru á virkum dögum)

Þjálfarar handknattleiksdeildar Víkings sjá um skipulag og umsjón námskeiðana.

Lágmarksfjöldi á námskeið eru 10 manns.

 

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Félagið, Handbolti

Hafdís og Jóhann Reynir leikmenn tímabilsins í handboltanum

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Viktor Örlygur framlengir

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lárustofa opnuð formlega

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Júlía Ruth til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Víkings og BUR Hnd.

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Fyrsta æfingin hjá Ali Al-Mosawe (ALMO)

Lesa nánar