Staða framkvæmda á svæðum Víkings – Ný lýsing í Safamýri

Til upplýsinga fyrir félagsfólk Knattspyrnufélagsins Víkings.

Framkvæmdir við endurnýjun gervigrass á æfingavelli Víkings í Víkinni standa enn yfir. Framkvæmdir hófust miðvikudaginn 27. ágúst sl. og búist var við því að framkvæmdir tækju u.þ.b. 6-8 vikur. Samkvæmt upplýsingum frá verkaðila eru framkvæmdir á tímaáætlun og eiga að ljúka í síðari hluta október mánaðar.

Framkvæmdir við nýja lýsingu við gervigrasvöll Víkings í Safamýri eru að hefjast í næstu viku. Um er að ræða uppsetningu á sex 18m háum ljósamöstrum sem munu standa utan öryggissvæðis vallarins. Eldri ljósamöstur verða tekin niður. Verkaðili framkvæmda er Metatron ehf. og er búist við að framkvæmdir taki 2-3 vikur.

Áfram Víkingur!

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Víkingar í yngri landsliðum!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Björgvin Brimi í Hamingjuna!

Lesa nánar
Karate, Forsíðufrétt

Opnar kynningar á Taekwondo á laugardaginn

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Frábær velgengni hjá yngri flokkunum okkar í handbolta!

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Inga Rún ráðin bókari hjá Víkingi

Lesa nánar