Staða framkvæmda á svæðum Víkings – Ný lýsing í Safamýri

Til upplýsinga fyrir félagsfólk Knattspyrnufélagsins Víkings.

Framkvæmdir við endurnýjun gervigrass á æfingavelli Víkings í Víkinni standa enn yfir. Framkvæmdir hófust miðvikudaginn 27. ágúst sl. og búist var við því að framkvæmdir tækju u.þ.b. 6-8 vikur. Samkvæmt upplýsingum frá verkaðila eru framkvæmdir á tímaáætlun og eiga að ljúka í síðari hluta október mánaðar.

Framkvæmdir við nýja lýsingu við gervigrasvöll Víkings í Safamýri eru að hefjast í næstu viku. Um er að ræða uppsetningu á sex 18m háum ljósamöstrum sem munu standa utan öryggissvæðis vallarins. Eldri ljósamöstur verða tekin niður. Verkaðili framkvæmda er Metatron ehf. og er búist við að framkvæmdir taki 2-3 vikur.

Áfram Víkingur!

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lokahóf knattspyrnudeildar árið 2025

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Æfingar falla niður vegna veðurs og mannvirkjum Víkings lokað

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Orri Hjaltalín ráðinn vallarstjóri hjá Víkingi

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Pablo Punyed kveður Hamingjuna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Víkingar í vali í yngri landsliðum karla í handbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Matti Villa í nýtt hlutverk hjá Víkingum

Lesa nánar