fbpx

Sölvi Stefánsson valinn í U17 ára landsliðið

14. október 2022 | Knattspyrna
Sölvi Stefánsson valinn í U17 ára landsliðið
Sölvi Stefánsson

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari U17 landsliðs karla, hefur valið 20  leikmenn til þátttöku í undankeppni EM 2023.

Sölvi Stefánsson, leikmaður Víkings & Stígur Diljan Þórðarson, fyrrum leikmaður Víkings eru í lokahóp sem hefur verið valinn fyrir komandi verkefni hjá U17 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem spilar í  Norður-Makedóníu dagana 22. október til 1. nóvember næstkomandi.

Sölvi Stefánsson sem er 15 ára gamall hefur spilað stórt hlutverk í glæsilegum árangri 3. flokk Víkings í sumar og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Stígur Diljan er 16 ára leikmaður sem steig sín fyrstu skref með meistaraflokk Víkings í sumar en var seldur til Benfica í julí síðastliðið.

Við óskum Sölva & Stíg Diljan innilega til hamingju með valið sem og góðs gengis í komandi verkefni.