Sölvi Stefánsson seldur til AGF

Sölvi Stefánsson ( F. 2007 ) hefur verið seldur til AGF í Danmörku þar sem hann mun æfa og spila með unglinga akademíu AGF.

Sölvi er einn efnilegasti hafsent landsins og er uppalinn Víkingur. Sölvi hóf knattspyrnuferilinn sinn með Víking og hefur leikið upp alla yngri flokka Víkings.

Þrátt fyrir ungan aldur náði hann að spila 3 meistaraflokks leiki með Víking m.a. í 6-2 sigri Víkings gegn Magna í Mjólkurbikarinn 20. apríl síðastliðinn.

Hann er með gríðarlega hátt þak til að ná langt og bindum við Víkingar vonir við að hann nái að spila á allra hæsta stigi leiksins.

Sölvi er mikil fyrirmynd fyrir yngri iðkenndur Víkings og hefur sinnt fjölmörgum störfum fyrir knattspyrnufélagið bæði innan sem utan vallar og þökkum við Sölva kærlega fyrir framtak hans til félagsins og óskum honum góðs gengis hjá AGF

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Handbolti

Daníel Ísak ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Eyrún Ósk Hjartardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Þyri Erla Sigurðardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Felix Már Kjartansson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Ísak Óli Eggertsson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Shaina Faiena Ashouri í Víking

Lesa nánar