Frá vinstri á mynd : Kári Árnason, Kári Sveinsson, Sölvi Geir Ottesen, Viktor Bjarki Arnarsson og Heimir Gunnlaugsson.

Sölvi Geir Ottesen nýr þjálfari meistaraflokks karla

Knattspyrnudeild Víkings tilkynnir með mikilli hamingju að Sölvi Geir Ottesen er nýr þjálfari meistaraflokks karla. Sölvi er uppalinn Víkingur og lék með meistaraflokki félagsins 2001-2004 og aftur 2018-2021. Hann hefur verið einn af lykilmönnum félagsins í velgengni undanfarinna ára og hefur starfað í þjálfarateyminu okkar frá því hann lagði skóna á hilluna.

Sölva til aðstoðar verða Viktor Bjarki Arnarson, aðstoðarþjálfari, sem er Víkingum af góðu kunnur, einnig uppalinn og reynslumikill í íslenskum fótbolta.

Aron Baldvin Þórðarson, uppalinn Víkingur, sem hefur verið leikgreinandi undanfarin ár og verður nú aðstoðarþjálfari ásamt Viktori Bjarka og yfirleikgreinandi.

Hajrudin Cardaklija verður markmannsþjálfari með sterka rödd í teyminu. Hann hefur verið hjá okkur síðan árið 2015 sem markmannsþjálfari.

Kári Sveinsson, einnig uppalinn Víkingur, verður styrktarþjálfari en hann var áður í því starfi hjá Häcken í Svíþjóð.

Grímur Andri Magnússon kemur svo nýr inn í teymið sem leikgreinandi.

Þjálfarateymið skrifaði undir samning út tímabilið 2027.

Mynd : Jónína Guðbjört Guðbjartsdóttir

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Ali Al-Mosawe til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Sumardagurinn fyrsti í Fossvogs – og Bústaðahverfi

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Til hamingju með afmælið Víkingar nær og fjær!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Tara Jónsdóttir til Gróttu

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Skráðir Víkingar fá afslátt í vefverslun

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Hulda Ösp Ágústsdóttir til Gróttu

Lesa nánar