Sölvi Geir Ottesen nýr þjálfari meistaraflokks karla
20. janúar 2025 | KnattspyrnaKnattspyrnudeild Víkings tilkynnir með mikilli hamingju að Sölvi Geir Ottesen er nýr þjálfari meistaraflokks karla. Sölvi er uppalinn Víkingur og lék með meistaraflokki félagsins 2001-2004 og aftur 2018-2021. Hann hefur verið einn af lykilmönnum félagsins í velgengni undanfarinna ára og hefur starfað í þjálfarateyminu okkar frá því hann lagði skóna á hilluna.
Sölva til aðstoðar verða Viktor Bjarki Arnarson, aðstoðarþjálfari, sem er Víkingum af góðu kunnur, einnig uppalinn og reynslumikill í íslenskum fótbolta.
Aron Baldvin Þórðarson, uppalinn Víkingur, sem hefur verið leikgreinandi undanfarin ár og verður nú aðstoðarþjálfari ásamt Viktori Bjarka og yfirleikgreinandi.
Hajrudin Cardaklija verður markmannsþjálfari með sterka rödd í teyminu. Hann hefur verið hjá okkur síðan árið 2015 sem markmannsþjálfari.
Kári Sveinsson, einnig uppalinn Víkingur, verður styrktarþjálfari en hann var áður í því starfi hjá Häcken í Svíþjóð.
Grímur Andri Magnússon kemur svo nýr inn í teymið sem leikgreinandi.
Þjálfarateymið skrifaði undir samning út tímabilið 2027.