Skráning hafin fyrir vor 2023

Góðan dag,

Skráning á vorönn 2023 er hafinn

ATHUGIÐ!! Til þess að iðkandi hafi keppnisrétt með félaginu er nauðsynlegt að hann sé skráður í viðkomandi flokk. Mikilvægt er að skrá í réttan flokk/ hóp við skráningu í Sportabler. Þeir iðkendur sem ekki eru skráðir fyrir 31. Janúar n.k. detta út úr Sportabler.

Allir iðkendur þurfa að skrá sig inn og ganga frá greiðslu æfingagjalda í gegnum Sportabler. Skráningu er að finna hér á heimasíðunni undir „Skráning“, hérna er slóð beint inná skráninguna https://www.sportabler.com/shop/vikingur

Leiðbeiningar „Kaupa æfingagjöld/námskeið í gegnum vefverslun“ má finna hér

Til þess að geta notað frístundastyrk er nauðsynlegt að notast við rafræn skilríki við innskráningu. Hefur þá upphæðin sem ráðstafað var dregist frá heildargjaldinu í gegnum Sportabler. Þá er ekkert annað eftir en að klára greiðsluna og er þá iðkandinn skráður í sinn flokk.

Nánari upplýsingar um æfingagjöld og skráningu er að finna á heimasíðu Víkings

Komi upp vandamál við skráningu er hægt að hafa samband við íþróttastjóra Víkings eða staðgengil þeirra.

Knattspyrnufélagið Víkingur notast við Sportabler varðandi æfingar, leiki og aðrar upplýsingar. Upplýsingar um dagskrá og samskipti flokksins og samskipti við þjálfara fara fram á Sportabler.

Sportabler, er íslenskt vef- og snjallsímaforrit sem einfaldar alla viðburðastjórnun, samskipti og utanumhald íþróttastarfsins.

Komi upp vandamál með innskráningu í Sportabler er hægt að senda póst á [email protected] eða [email protected]

 

ATHUGIÐ!! Hægt er að semja um greiðslur æfingagjalda, öll erindi fá skoðun og úrvinnslu og er forráðamönnum bent á að hafa samband við íþróttastjórana eða framkvæmdastjóra Víkings. Öll mál þess eðlis eru meðhöndluð sem trúnaðarmál.

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Félagið, Handbolti

Hafdís og Jóhann Reynir leikmenn tímabilsins í handboltanum

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Viktor Örlygur framlengir

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lárustofa opnuð formlega

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Júlía Ruth til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Víkings og BUR Hnd.

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Fyrsta æfingin hjá Ali Al-Mosawe (ALMO)

Lesa nánar