Sigurður Steinar fer á lán til Gróttu

Víkingur og Grótta hafa gert samkomulag um lánssamning Sigurðar Steinars Björnssonar.

Steinar er sóknarmaður sem hefur leikið upp alla yngri flokka Víkings og verið einn efnilegasti leikmaður félagsins undanfarin ár. Steinar spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir Víking gegn Fylki í Pepsi Max deildinni árið 2020, þá aðeins 16 ára gamall. Síðan þá hefur hann leikið alls 17 leiki og skorað í þeim þrjú mörk fyrir Víking. Þá er hann einnig lykilleikmaður í U19 ára landsliði Íslands

Steinar er einn af okkar allra efnilegustu leikmönnum og er hann lykilleikmaður í U19 ára landsliði Íslands. Við töldum á þessum tímapunkti á ferli sínum að hann þurfi meiri spilatíma til að þróa sinn leik og munum fylgjast vel með honum í Lengjudeildinni með Gróttu.

– Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi.

Við hlökkum til að fylgjast með Sigurði Steinari hjá Gróttu í sumar og óskum honum góðs gengis.

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Handbolti

Daníel Ísak ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Eyrún Ósk Hjartardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Þyri Erla Sigurðardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Felix Már Kjartansson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Ísak Óli Eggertsson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Shaina Faiena Ashouri í Víking

Lesa nánar