Sigurður og Aðalsteinn Eyjólfsson við undirritun

Sigurður Matthíasson framlengir við Víking

– leiðtogi með leikskilning og framtíðarsýn

Handknattleiksdeild Víkings hefur framlengt samning við Sigurð Matthíasson, öflugan línumann meistaraflokks karla og leikmann U21 landsliðs Íslands, til loka tímabilsins 2026–2027. Sigurður hefur vaxið hratt í gegnum unglingastarfið og er orðinn lykilmaður í liði sem stefnir hátt.

Leikskilningur, samskipti og leiðtogahlutverk

Sigurður er þekktur fyrir góðan leikskilning og frábær samskipti innan vallar, sem gera hann að mikilvægum hlekk í bæði sókn og vörn. Hann er leiðtogi sem nær að tengja saman liðsheildina og sýnir jafnan mikla yfirvegun, agaða hugsun og ábyrgð.

„Ég er þakklátur fyrir traustið og spenntur fyrir áframhaldandi vegferð með Víkingi. Þetta er frábært umhverfi fyrir mig sem leikmann og markmiðið er skýrt – við ætlum okkur upp Olís-deildina“ var haft eftir Sigurði við undirritun.

Aðalsteinn Eyjólfsson yfirmaður handknattleiksmála og þjálfari meistaraflokks karla er að loka leikmannahópi næsta tímabils og hafði þetta um Sigurð að segja.

„Sigurður hefur elju og þrautseigju sem á eftir að koma honum mjög langt í greininni. Hann býr yfir sterku hugarfari, góðum leikskilningi og samskiptahæfni sem gerir hann að náttúrulegum leiðtoga innan hópsins. Við erum stolt af því að halda honum áfram hjá félaginu.“

Víkingur lítur til framtíðar með sjálfstrausti – með leikmenn eins og Sigurð Matthíasson sem standa fyrir seiglu, agaða vinnu og leiðtogahæfni á hæsta stigi.

Sigurður og Aðalesteinn Eyjólfsson

Aðrar greinar

Forsíðufrétt

Leikfimi fyrir eldri borgara er hafin í Víkinni

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Nýtt spjallmenni komið á vikingur.is

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Grill 66 deildin er að hefjast!

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Almenningsdeild

Yin Jóga með Ylfu í Safamýri í vetur

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Æfingar fyrir 9. flokk karla og kvenna í handbolta eru að hefjast

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Heimaleikjakort Handknattleiksdeildar Víkings 2025/26

Lesa nánar