
Kæru Víkingar. Shaina Ashouri hefur skrifað undir 2 ára framlengingu á samning sínum við Knattspyrnudeild Víkings. Nýr samningur gildir út keppnistímabilið 2027.
Shaina gekk fyrst til liðs við Víking fyrir tímabilið 2024 og átti þá stóran þátt í velgengni liðsins það ár. Eftir stutta viðkomu í Kanada þar sem hún lék með liði AFC Toronto sneri hún svo aftur til Víkings í félagaskiptaglugganum í fyrrasumar og átti þá stóran þátt í að snúa döpru gengi liðsins framan af sumri í þá góðu stöðu sem liðið endaði í.
Shaina er fædd i Bandaríkjunum og hóf þar knattspyrnuferil sinn. Hún lék með háskólaliðum og síðar með liðum í neðri deildum áður en hún gekk árið 2020 til liðs við Houston Aces í NWSL sem spilaði í efstu atvinnumannadeildinni þar í landi. COVID-19 hafði hins vegar mikil áhrif á keppnishald í NWSL sumarið 2021 og því var úr að Shaina freistaði gæfunnar og gekk til liðs við Þór/KA síðla þess sumars. Hún reyndar átt stutta viðkomu í Króatíu sumarið áður og spilaði þá með ŽNK Split, m.a. í meistaradeild Evrópu. Hún spilað i 6 leiki með Þór/KA í Pepsí-deildinni áður en hún gekk til liðs við FH fyrir tímabilið 2022. Hún spilaði með þeim fyrstu leiki tímabilsins, eða allt til þess tíma að hún varð frá að hverfa eftir að henni var meinuð frekari þátttaka vegna synjunar á atvinnuleyfi frá Útlendingastofnun. Hún gekk svo aftur til liðs við FH fyrir tímabilið 2023 og átti frábært tímabil með þeim í Bestu-deildinn. Hún var fimm sinnum valin í úrvalslið umferðar og átti að lokum sæti í 18 manna úrvalsliði deildarinnar það sumar. Alls lék hún 43 leiki með FH og skoraði í þeim 22 mörk og varð með liðinu bæði Lengjudeildar- og Lengjubikars-B-meistari 2022. Þá komast FH í undanúrslit Mjólkurbikarsins 2023, þar sem Víkingar höfðu reyndar betur í eftirminnilegum leik.
Shaina gekk svo til liðs við Víking fyrir tímabilið 2024. Hún varð meistari Meistaranna í sýnum fyrsta leik og átt svo frábært tímabil með liðinu sem tryggði sér að lokum 3. sæti í Bestu-deildinni það ár. Eins og að framan segir þá spilaði hún í Kanada framan af sumri 2025, en gekk þá aftur til liðs við Víking þar sem hún lét strax til sín taka. Hún var ekki lengi að opna markareikninginn og skoraði strax í sínum fyrsta leik og í sex leikjum þar á eftir bætti hún við fimm mörkum. Því miður náði hún ekki að klára tímabilið vegna meiðsla, en hún átti stóran þátt í breyta gengi liðsins, frá því að vera í fallsæti framan af sumri í það að spila í úrslitum í efri hluta deildarinnar, sem tryggði að lokum 5. sætið og annan besta árangur liðsins frá upphafi.
Shaina er í dag markahæst allra leikmanna kvennaliðs Víkings í efstu deild með 14 mörk í og í hópi leikjahæstu leikmanna liðsins þar, með samtals 30 leiki.
Shaina er enn að jafna sig af meiðslunum sem hún var fyrir síðasta haust, en vonir standa til að hún geti jafnvel látið til sín taka áður en yfir líkur í sumar.
Það er Víkingum mikil ánægja að hafa náð samningi við þennan frábæra leikmanni sem hefur svo sannarlega sett sitt mark á velgengni liðsins undanfarin ár og vonandi að svo megi verða áfram. Hamingjan er okkar allra, áfram Víkingur!