Shaina skoraði 22 mörk í 43 leikjum með FH

Shaina Faiena Ashouri í Víking

Shaina Faiena Ashouri hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Víkings um að leika með liðinu í Bestu deildinni í sumar.

Shaina er fædd árið 1996 og er fædd í Bandaríkjunum en kemur ekki ný inn í íslenska knattspyrnu þar sem hún hefur leikið hér á landi síðan árið 2021, bæði með Þór/KA og síðar FH. Í fyrra lék hún 27 leiki með FH í Bestu deild kvenna og skoraði í þeim 8 mörk, sem gerði hana að markahærri leikmönnum deildarinnar, en alls hefur Shaina spilað 49 leiki hér á landi og skorað í þeim 23 mörk!

Shaina er öflugur sóknarmaður sem mun vafalítið styrkja Víkings liðið í þeirra baráttu sem framundan er í Bestu deildinni. Knattspyrnudeild Víkings býður hana velkomna til leiks og við hlökkum til að sjá hana í Víkings búningnum í sumar.

Áfram Víkingur og velkomin í Hamingjuna Shaina ❤️🖤

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Bröndby – Víkingur í beinni á Livey

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Miðasala á Bröndby – Víkingur

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Ashley Clark til Víkings

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Nikolaj Hansen framlengir út 2027

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Miðasala á Víkingur – Bröndby

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Jón Páll Pálmason ráðinn aðstoðarþjálfari

Lesa nánar