Sebastian nýr þjálfari kvennaliðs Víkings

Sebastian Popovic Alexandersson verður næsti þjálfari kvennaliðs Víkings í handbolta til næstu tveggja ára. Hann tekur við góðu búi af Jóni Brynjari Björnssyni sem hefur byggt upp öflugt lið sem var hársbreidd frá því að komast í úrslit um sæti í efstu deild.

Sebastian þarf vart að kynna fyrir handboltaáhugamönnum enda afar reynslumikill þjálfari sem hefur náð miklum og áhugaverðum árangri með þau lið sem hann hefur tekið að sér. Sebastian tekur nú að sér að koma kvennaliði Víkings upp í efstu deild á þann stað sem það á heima.

Þess má geta til gamans geta að Sebastian lék á tímabili með Víkingi.

Víkingur þakkar Jóni Brynjari Björnssyni og Andrési Gunnlaugssyni aðstoðarþjálfara fyrir ómetanlegt framlag þeirra í vegferð kvennaliðs Víkings á leið þess í hóp þeirra bestu.

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Handbolti

Daníel Ísak ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Eyrún Ósk Hjartardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Þyri Erla Sigurðardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Felix Már Kjartansson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Ísak Óli Eggertsson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Shaina Faiena Ashouri í Víking

Lesa nánar