Samningateymi um stækkun á athafnasvæði Víkings

Á fundi borgarráðs Reykjavíkurborgar í gær 21. ágúst var samþykkt tillaga borgarstjóra um skipan samningateymis um uppbyggingu athafnasvæðis Knattspyrnufélagsins Víkings. Byggir tillaga borgarstjóra á niðurstöðu fundar fulltrúa Víkings með borgarstjóra með þann 11. ágúst sl. Samningateymi Víkings og Reykjavíkurborgar mun vinna innan vel skilgreinds tíma- og vinnuramma og skulu helstu niðurstöður liggja fyrir eigi síðar en 31. desember nk. Meðal verkefna er að semja um langtímasýn og aðstöðu Víkings á Stjörnugróf 18 (Markarsvæði), ásamt uppbyggingu og viðhaldi núverandi mannvirkja félagsins.

Nánar tiltekið eru verkefni samningateymisins þessi:

  • Að móta og semja um langtímasýn fyrir aðstöðu Knattspyrnufélagsins Víkings á Stjörnugróf 18 (Markarsvæði) og ná saman um tímalínur breytinga fyrir 12.2025
  • Að vinna drög að forsögn fyrir deiliskipulagsgerð á þeim grunni og endurskoða umferðaröryggismál fyrir 3.2026.
  • Samhliða taka til endurskoðunar og semja um eignarhald, uppbyggingu og viðhald íþróttamannvirkja Víkings við Traðarland til framtíðar.

Eftirfarandi kemur m.a. fram í erindisbréfi borgarstjóra:

Forsaga málsins er ákvörðun borgarráðs frá 10. júlí 2008 þess efnis að samþykkja stækkun athafnasvæðis Knattspyrnufélagsins Víkings þegar gildandi lóðarleigusamningur við Gróðrastöðina Mörk myndi renna út árið 2016. Frá árinu 2008 hafa fulltrúar á vegum Reykjavíkurborgar og Víkings undirbúið verkefnið og unnið ítarlegar tillögur í starfshóp um framtíðarsýn og uppbyggingu á athafnasvæði Víkings inn á Stjörnugróf 18 (Markarsvæði). Sérstök skýrsla um viðhald og uppbyggingu á mannvirkjum Víkings var síðan unnin og kynnt af hálfu fulltrúa Reykjavíkurborgar og Víkings árið 2018. Þann 21. maí 2025 barst Reykjavíkurborg erindi frá aðalstjórn Víkings um efndir fyrirheits Reykjavíkurborgar frá 2008 um stækkun á athafnasvæði Víkings. Eftir fund formanns og framkvæmdastjóra Víkings með borgarstjóra þann 11. ágúst síðastliðinn var sammælst um að skipa samningateymi með fulltrúum borgarinnar og Víkings um framtíðaraðstöðu fyrir Knattspyrnufélagið Víking í Traðarlandi og á Markarsvæði. Samhliða þessu verði umhverfis- og skipulagssviði falið að aðstoða eigendur Gróðrastöðvarinnar Markar að finna nýja staðsetningu fyrir stöðina. Fulltrúar borgarinnar munu samhliða viðræðum við Knattspyrnufélagið Víking eiga í viðræðum við eigendur Gróðrastöðvarinnar Markarinnar og verður lagt fram erindisbréf um þær viðræður.“

Samningateymið skipa:

Þorsteinn Gunnarsson, borgarritari, formaður

Auður Inga Ingvarsdóttir, lögfræðiteymi SBB

Steinþór Einarsson, menningar- og íþróttasvið

Björn Einarsson, Knattspyrnufélagið Víkingur

Haukur Hinriksson, Knattspyrnufélagið Víkingur

Elísabet Björnsdóttir, Knattspyrnufélagið Víkingur

Erindisbréf – Samningateymi um uppbyggingu athafnasvæðis Knattspyrnufélagsins Víkings.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Upplýsingafundur vegna nýs fyrirkomulags í yngri flokkum fótbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Petit Hamingjumót styrkir SKB

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Arna Ísold og Anika Jóna framlengja til ársins 2027

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Endurnýjun gervigrass á æfingavelli í Víkinni

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Íþróttaskóli Víkings haustið 2025

Lesa nánar