fbpx

Sambandsdeildin: Við mætum Riga FC Frá Lettland

20. júní 2023 | Knattspyrna
Sambandsdeildin: Við mætum Riga FC Frá Lettland

Nú rétt í þessu var dregið í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í höfuðstöðvum UEFA í Nyon, Sviss.

Víkingur var “ Unseeded “ lið og gat því einungis dregist gegn “ Seeded“ liði í potti 4.

Liðin sem voru Seeded í potti fjögur voru: Riga FC frá Lettlandi, KF Shkendija frá Makedoníu, FCI Levadia Tallinn frá Eistlandi, HB Tórshavn frá Færeyjum & Crusaders FC frá Norður Írlandi.

VIð drógumst gegn Riga Fc og erum því á leiðinni til Lettland.

Fyrri leikurinn fer fram 13. júlí og verður spilaður á heimavelli Riga FC, Skonto Stadium

Seinni leikurinn fer fram 20. júlí á heimavelli okkar Víkinga á Víkingsvelli