A og B lið 4.flokks kvenna 2024 - Myndin er samsett 😅

Reykjavíkurmeistarar í 4.fl kvenna

Í apríl varð Víkingur Reykjavíkurmeistari í A og B-liðum í 4.fl kvenna og enduðu bæði liðin með fullt hús stiga. A-liðið vann alla sína sjö leiki á mótinu og endaði með markatöluna 40:2 og B-liðið vann alla sína sex leiki með markatölunni 49:3.

Alls voru 5 lið skráð til leiks í mótinu frá Víkingi sem þýddi að flokkurinn var með flest lið af Reykjavíkurfélögunum. Öll liðin stóðu sig vel og miklar framfarir hjá stelpunum sem hafa æft vel í vetur við allar mögulegar aðstæður.

Þjálfarar flokksins eru Guðni Snær Emilsson, Ólafur Þór Davíðsson , Haggai Birnir Moshesson, Rökkvi Aðalsteinsson og Sara Jóhanna Geirsdóttir Waage.

Knattspyrnudeild Víkings óskar þessum efnilegu stelpum til hamingju með þennan stórglæsilega árangur!

Áfram Víkingur ❤️🖤

A lið 4.flokks kvenna 2024

B lið 4.flokks kvenna 2024

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Vigdís Hauksdóttir ráðin fjármálastjóri Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Víkings og BUR Knd

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Þórdís Hrönn í Hamingjuna (staðfest)

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið, Borðtennis

Víkingar sigursælir á Íslandsmótinu í Borðtennis 2025

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið, Handbolti

6 fl. kk yngri Bikarmeistarar!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Ársmiðasalan er komin af stað!

Lesa nánar