A og B lið 4.flokks kvenna 2024 - Myndin er samsett 😅

Reykjavíkurmeistarar í 4.fl kvenna

Í apríl varð Víkingur Reykjavíkurmeistari í A og B-liðum í 4.fl kvenna og enduðu bæði liðin með fullt hús stiga. A-liðið vann alla sína sjö leiki á mótinu og endaði með markatöluna 40:2 og B-liðið vann alla sína sex leiki með markatölunni 49:3.

Alls voru 5 lið skráð til leiks í mótinu frá Víkingi sem þýddi að flokkurinn var með flest lið af Reykjavíkurfélögunum. Öll liðin stóðu sig vel og miklar framfarir hjá stelpunum sem hafa æft vel í vetur við allar mögulegar aðstæður.

Þjálfarar flokksins eru Guðni Snær Emilsson, Ólafur Þór Davíðsson , Haggai Birnir Moshesson, Rökkvi Aðalsteinsson og Sara Jóhanna Geirsdóttir Waage.

Knattspyrnudeild Víkings óskar þessum efnilegu stelpum til hamingju með þennan stórglæsilega árangur!

Áfram Víkingur ❤️🖤

A lið 4.flokks kvenna 2024

B lið 4.flokks kvenna 2024

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lokahóf knattspyrnudeildar árið 2025

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Æfingar falla niður vegna veðurs og mannvirkjum Víkings lokað

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Orri Hjaltalín ráðinn vallarstjóri hjá Víkingi

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Pablo Punyed kveður Hamingjuna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Víkingar í vali í yngri landsliðum karla í handbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Matti Villa í nýtt hlutverk hjá Víkingum

Lesa nánar