A og B lið 4.flokks kvenna 2024 - Myndin er samsett 😅

Reykjavíkurmeistarar í 4.fl kvenna

Í apríl varð Víkingur Reykjavíkurmeistari í A og B-liðum í 4.fl kvenna og enduðu bæði liðin með fullt hús stiga. A-liðið vann alla sína sjö leiki á mótinu og endaði með markatöluna 40:2 og B-liðið vann alla sína sex leiki með markatölunni 49:3.

Alls voru 5 lið skráð til leiks í mótinu frá Víkingi sem þýddi að flokkurinn var með flest lið af Reykjavíkurfélögunum. Öll liðin stóðu sig vel og miklar framfarir hjá stelpunum sem hafa æft vel í vetur við allar mögulegar aðstæður.

Þjálfarar flokksins eru Guðni Snær Emilsson, Ólafur Þór Davíðsson , Haggai Birnir Moshesson, Rökkvi Aðalsteinsson og Sara Jóhanna Geirsdóttir Waage.

Knattspyrnudeild Víkings óskar þessum efnilegu stelpum til hamingju með þennan stórglæsilega árangur!

Áfram Víkingur ❤️🖤

A lið 4.flokks kvenna 2024

B lið 4.flokks kvenna 2024

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Félagið, Handbolti

Hafdís og Jóhann Reynir leikmenn tímabilsins í handboltanum

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Viktor Örlygur framlengir

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lárustofa opnuð formlega

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Júlía Ruth til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Víkings og BUR Hnd.

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Fyrsta æfingin hjá Ali Al-Mosawe (ALMO)

Lesa nánar