
Kæru Víkingar, Pablo Punyed leikmaður meistaraflokks mun kveðja Hamingjuna í lok tímabils. Síðan Pablo kom til Íslands árið 2012 og hóf sinn feril hérlendis með Fjölni hefur hann unnið allt sem hægt er að vinna á Íslandi. Íslandsmeistari með Stjörnunni, KR og þrefaldur Íslandsmeistari með Víking. Bikarmeistari með ÍBV og þrefaldur Bikarmeistari með Víking. Deildarbikarinn og Meistara Meistaranna vann Pablo 4 sinnum og því hefur hann sótt í heildina 13 málma með félagsliðum á Íslandi. Þar af 8 með Víking.
Það er því hægt að segja með sanni að síðan Pablo kom í Hamingjuna hafi verið stanslaust partý hjá Pablo og okkur Víkingum. Allir Víkingar vita hver Pablo er og hvað hann kom með inn í félagið okkar. Þrír Íslandsmeistaratitlar, 3 bikarmeistaratitlar, Evrópuævintýri – Gæði sem leikmaður og gæði sem manneskja.
Pablo hefur einnig leikið 29 leiki fyrir landslið El Salvador.
Samtals spilaði Pablo 157 leiki fyrir Víking á þessum 5 árum hér í Hamingjunni og það verður því ljúfsár stund í stúkunni á morgun þegar við kveðjum Pablo og þökkum honum fyrir sitt stórkostlega framlag til félagsins.
Knattspyrnudeild Víkings þakkar Pablo Punyed kærlega fyrir allt og það var sannur heiður að halda öll þessi partý með þér. Á sama tíma óskum við Pablo góðs gengis í því sem hann tekur sér fyrir í næsta skrefi á sínum ferli.❤️🖤