Óskað eftir sjálfboðaliðum á Petit Hamingjumótið
10. ágúst 2022 | KnattspyrnaKnattspyrnudeild Víkings heldur Petit Hamingjumótið á Heimavelli hamingjunnar í Víkinni helgina 13. – 14. ágúst.
Mikið er um að vera hjá Knattspyrnudeild Víkings vegna þátttöku í Sambandsdeild UEFA og nú þurfa Víkingar að standa saman og leggja félaginu lið.
Óskað er eftir sjálfboðaliðum í dómgæslu. Það þarf enga alþjóðadómara heldur fólk sem er tilbúið að standa inni á vellinum með krökkunum og hafa gaman af og leiðbeina með grunnatriði knattspyrnunnar (innspörk, horn, miðju, byrja leik).
Úrslit eru ekki skráð. Hver dómaravakt er sirka 90-120 mín.
Þeir einstaklingar sem hafa tök að leggja okkur lið að senda póst á [email protected] og gefa upp nafn og símanúmer, tilgreina hvorn daginn þeir eru tilbúnir að dæma á og hvort það sé fyrir eða eftir hádegi.