Óskað eftir sjálfboðaliðum á Cheerios mót Víkings

BUR ( Barna- & Unglingaráð knattspyrnudeildar Víkings ) heldur Cheerios mótið á Heimavelli hamingjunnar í Víkinni um helgina.

Óskað er eftir sjálfboðaliðum í dómgæslu. Það þarf enga alþjóðadómara heldur fólk sem er tilbúið að standa inni á vellinum með krökkunum og hafa gaman af og leiðbeina með grunnatriði knattspyrnunnar (innspörk, horn, miðju, byrja leik).
Úrslit eru ekki skráð. Hver dómaravakt er sirka 75-90 mín.

Þeir einstaklingar sem hafa tök að leggja okkur lið að senda póst á [email protected] eða hafa samband í síma: 611-2300 og gefa upp nafn og símanúmer, tilgreina hvorn daginn þeir eru tilbúnir að dæma á og hvort það sé fyrir eða eftir hádegi.

Aðrar greinar

Forsíðufrétt

Jólahappdrætti Víkings 2025 – Dregið föstudaginn 9. janúar

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Íþróttakona og íþróttakarl Víkings 2025!

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Magnús, Ólafur og Þórður heiðursfélagar

Lesa nánar