Orri Hjaltalín ráðinn vallarstjóri hjá Víkingi

Orri Freyr Hjaltalín hefur verið ráðinn sem vallarstjóri hjá Knattspyrnufélaginu Víkingi. Við þekkjum afar vel til Orra nú þegar en hann hefur sinnt starfi vallarstjóra tímabundið frá því í apríl fyrr á þessu ári. Í starfi vallarstjóra ber Orri m.a. ábyrgð á allri verkstjórn vegna viðhalds valla og mannvirkja Víkings ásamt undirbúningi knattspyrnuvalla fyrir mótahald. Þá sinnir vallarstjóri daglegu eftirliti og umhirðu á íþróttasvæðum Víkings, þar með talið á grasvöllum, gervigrasvöllum og annarri aðstöðu Víkings utandyra.

Orri Hjaltalín, sem er 45 ára gamall, býr yfir langri reynslu af ýmsum störfum en hann sinnti starfi vallarstjóra fyrir Grindavík í tvö ár ásamt því að starfa við grunnskólakennslu í u.þ.b. 15 ár og við þjálfun yngri og eldri flokka í um 25 ár. Orri býr einnig yfir afar langri reynslu sem knattspyrnuleikmaður og spannar hans ferill í meistaraflokki heil 23 ár, lengst af með Þór á Akureyri og Grindavík.

Mikil ánægja er innan Víkings með ráðningu Orra og bjóðum við hann formlega hjartanlega velkominn í félagið.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Dagur sjálfboðaliðans 5.desember

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt, Handbolti

Námskeið Víkings í Desember

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Gígja Valgerður kveður Víking

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Aron Snær Friðriksson í Hamingjuna

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Rauður og svartur fössari í vefverslun Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Frítt fyrir stelpur að æfa handbolta í tilefni af HM kvenna!

Lesa nánar