Opnar kynningar á Taekwondo á laugardaginn

Í vetur verða í boði æfingar í Taekwondo fyrir byrjendur. Æfingar eru í boði fyrir tvo aldurshópa, 4-7 ára og 8-12 ára. Munu æfingarnar fara fram á þriðjudögum og fimmtudögum í Karatesalnum í Safamýri.

Þar sem um nýjung er að ræða verða haldnar opnar kynningar laugardaginn 4. október í Safamýri.

Tímarnir á kynningunum á laugardaginn eru eftirfarandi:
Kl. 10:00 – 10:25 fyrir 4 – 5 ára
Kl. 10:30 – 10:55 fyrir 6 – 7 ára
Kl. 11:00 – 11:25 fyrir 8 – 12 ára
Kl. 11:30 – 12:00 4 – 12 ára (allir saman)
Við hvetjum krakkana til að mæta í léttum fatnaði og með góða skapið.
Allir sem skrá sig á kynningunni fá frían galla að verðmæti 13.500kr í boði Taekwondo Akademíunnar.
Nánari upplýsingar um viðburðinn er að finna hér.
Ef einhverjar spurningar vakna er einnig hægt að hafa samband við Sigurstein umsjónamann Taekwondo Víkings hér.
Áfram Víkingur!

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Matti Villa í nýtt hlutverk hjá Víkingum

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið, Handbolti

Samið við HSÍ um æfingar landsliða Íslands hjá Víkingi

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Matthías Vilhjálmsson leggur skóna á hilluna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Fulltrúar Víkings í æfingahópum yngri landsliða í handbolta!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Víkingar í yngri landsliðum!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Björgvin Brimi í Hamingjuna!

Lesa nánar