Ólöf Hildur framlengir við Víking
2. nóvember 2022 | KnattspyrnaÓlöf Hildur Tómasdóttir hefur skrifa undir nýjan tveggja ára samning við mfl. Víkings.
Ólöf sem spilað hefur með Víkingum upp í gegn um alla yngri flokka gerði fyrst samning við félagið fyrir tveimur árum og hefur nú framlengt hann til ársloka 2024.
Ólöf lék sinn fyrsta meistaraflokksleik í byrjun árs 2020 og var i leikmannahópi fyrsta sjálfstæða liðs mfl. kvenna, allt frá árinu 1985, þegar liðið hóf keppni á Reykjavíkurmótinu 2020. Hún spilaði sinn fyrsta leik á Íslandsmóti þá um sumarið og 17 leikir hafa bæst við síðan þá og alls eru leikirnir fyrir mfl. nú orðnir 36. Ólöf hefur á þessum tíma varla misst úr leik með 2. fl. og er samanlagt leikjahæst allra leikmanna flokksins síðustu þrjú tímabil, lengst af sem fyrirliði liðsins.
Hún hefur mest spilað á miðjunni, en líka á báðum köntunum. Hún hefur verið iðin við markaskorun með 2. fl. og skoraði sitt fyrsta mark fyrir mfl. nú í vor. Ólöf Hildur var valin besti leikmaður 2.flokks árið 2020. Að framansögðu má ljóst vera að hve frábær liðsmaður Ólöf Hildur er og mikill fengur fyrir Víkinga að binda í samning hennar sæti í liðinu til næstu ára. Til hamingju Ólöf Hildur og allir Víkingar.