Nýtt spjallmenni komið á vikingur.is

Við hjá Víkingi erum spennt að kynna nýtt spjallmenni á heimasíðu félagsins. Þetta er öflugt tól sem hjálpar þér að fá svör við algengum spurningum á einfaldan og fljótlegan hátt.

Spjallmennið var þróað og sett upp í samstarfi við íslenska gervigreindarfyrirtækið Menni.

Markmiðið er að bæta upplifun gesta á síðunni og gera upplýsingar um félagið aðgengilegri, hvort sem þú ert að leita að leikjadagskrá, æfingatímum, aðstöðu eða skráningu í yngri flokka.

Til að spjallmennið geti veitt sem nákvæmustu svörin hvetjum við notendur til að setja fram skýrar og nákvæmar spurningar. Til dæmis er gagnlegt að taka fram:

  • Um hvaða íþróttagreinar sé verið að spyrja (t.d. fótbolta, handbolta, karate)

  • Hvort spurningin varði ákveðinn flokk eða fæðingarár

  • Ef mögulegt er: dagsetningar eða önnur mikilvæg atriði

Við vonum að þetta nýja spjallmenni nýtist vel og hlökkum til að heyra frá ykkur ef eitthvað mætti bæta.

Aðrar greinar

Forsíðufrétt

Leikfimi fyrir eldri borgara er hafin í Víkinni

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Grill 66 deildin er að hefjast!

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Almenningsdeild

Yin Jóga með Ylfu í Safamýri í vetur

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Æfingar fyrir 9. flokk karla og kvenna í handbolta eru að hefjast

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Heimaleikjakort Handknattleiksdeildar Víkings 2025/26

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Fylgd ungra Víkinga úr frístundaheimilum

Lesa nánar