Við hjá Víkingi erum spennt að kynna nýtt spjallmenni á heimasíðu félagsins. Þetta er öflugt tól sem hjálpar þér að fá svör við algengum spurningum á einfaldan og fljótlegan hátt.
Spjallmennið var þróað og sett upp í samstarfi við íslenska gervigreindarfyrirtækið Menni.
Markmiðið er að bæta upplifun gesta á síðunni og gera upplýsingar um félagið aðgengilegri, hvort sem þú ert að leita að leikjadagskrá, æfingatímum, aðstöðu eða skráningu í yngri flokka.
Til að spjallmennið geti veitt sem nákvæmustu svörin hvetjum við notendur til að setja fram skýrar og nákvæmar spurningar. Til dæmis er gagnlegt að taka fram:
Um hvaða íþróttagreinar sé verið að spyrja (t.d. fótbolta, handbolta, karate)
Hvort spurningin varði ákveðinn flokk eða fæðingarár
Ef mögulegt er: dagsetningar eða önnur mikilvæg atriði
Við vonum að þetta nýja spjallmenni nýtist vel og hlökkum til að heyra frá ykkur ef eitthvað mætti bæta.