Gervigreindarfulltrúinn Vaka hefur hafið störf hjá Víking

Við hjá Víkingi erum spennt að kynna nýtt spjallmenni á heimasíðu félagsins. Vaka er framúrskarandi þjónustufulltrúi sem kemur til með að efla þjónustu við allt félagsfólk Víkings með því að svara fyrirspurnum tafarlaust, allan sólarhringinn allan ársins hring á vefsíðu félagsins.

Vaka er þróuð af gervigreindarfyrirtækinu Menni. Menni sérhæfir sig í hagnýtingu gervigreindar til að einfalda og bæta þjónustu fyrir fyrirtæki. Fjöldi fyrirtæki nýta sér í dag lausnir Menni en meðal þeirra eru Hertz, Europcar, Lava Tunnel, World Class, Lotus Car Rental, Jarðböðin við Mývatn og Lava Show. Menni er einnig styrktaraðili Blindrafélagsins og Félags heyrnalausra en bæði félögin sjá mikið virði í því að nýta sér gervigreindartækni Menni til þess að styðja við sitt félagsfólk og aðra.

Við hvetjum alla til að spjalla við Vöku og hjálpa henni að læra!

Til að spjallmennið geti veitt sem nákvæmustu svörin hvetjum við notendur til að setja fram skýrar og nákvæmar spurningar. Til dæmis er gagnlegt að taka fram:

  • Um hvaða íþróttagreinar sé verið að spyrja (t.d. fótbolta, handbolta, karate)

  • Hvort spurningin varði ákveðinn flokk eða fæðingarár

  • Ef mögulegt er: dagsetningar eða önnur mikilvæg atriði

Við vonum að þetta nýja spjallmenni nýtist vel og hlökkum til að heyra frá ykkur ef eitthvað mætti bæta.

Aðrar greinar

Forsíðufrétt

Íþróttaskóli Víkings vorið 2026!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Emma, Kristín Erla og Rakel framlengja til 2027!

Lesa nánar
Víkingur TV, Knattspyrna, Forsíðufrétt

Víkingur TV og undirbúningstímabilið framundan

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Dagur sjálfboðaliðans 5.desember

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt, Handbolti

Námskeið Víkings í Desember

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Gígja Valgerður kveður Víking

Lesa nánar