Kæru Víkingar. Knattspyrnudeild Víkings tilkynnir með mikilli Hamingju að okkar eigin Nikolaj Hansen hefur framlengt samning sinn við félagið út árið 2027.
Nikolaj Hansen þarf ekki að kynna fyrir neinum í Hamingjunni. Niko gekk til liðs við Víking sumarið 2017 og hefur hann síðan skráð sig í sögubækur félagsins sem markahæsti leikmaður Víkings í efstu deild, markahæsti leikmaður Víkings í Evrópukeppni og markahæsti leikmaður íslensks félagsliðs í Evrópukeppnum.
Nikolaj varð Íslandsmeistari árin 2021 og 2023 með Víking og hefur 4 sinnum lyft Mjólkurbikarnum ásamt því að vera lykilmaður í árangri liðsins í Sambandsdeild Evrópu veturinn 2024-2025.
Til hamingju Nikolaj og til hamingju Víkingur 🖤❤️