Víkingur og KR mætast í undanúrslitum Mjólkurbikars karla og var leikurinn settur 3. júlí næstkomandi kl 19:30 en leiknum hefur verið frestað vegna þátttöku U19 ára landsliðs Íslands á lokamóti EM í sumar.
Nýr leiktími verður ákveðinn síðar og er hann háður árangri okkar Víkinga í Evrópukeppni sem hefst þann 13. júlí.