Miðasala á úrslitaleik Mjólkurbikarsins

Kæru Víkingar, í ár mun fyrirkomulag miðasölu á úrslitaleik Mjólkurbikarsins vera með örlítið breyttu sniði.

Aðalstúkan (vinstra megin á mynd) skiptist í miðju á milli Víkings og KA en í austurstúkunni (hægra megin á mynd) verða eingöngu Víkingar. Þar verða líka okkar ástkæru VÁ Ultras (Virkir Áhorfendur) fyrir miðju, á sama stað og Tólfan er á landsleikjum. Þegar hólf fyllast þá verður opnað á næstu hólf til hliðar og svo frv.

Við teljum að þessi breyting sé virkilega jákvæð og geri stemninguna og upplifun vallargesta ennþá betri en áður.

Forsala til ársmiðahafa hefst kl. 12:00 í dag og almenn miðasala hefst svo kl. 12:00 á morgun, 11.september.

Áfram Víkingur!

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Handbolti

Daníel Ísak ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Eyrún Ósk Hjartardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Þyri Erla Sigurðardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Felix Már Kjartansson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Ísak Óli Eggertsson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Shaina Faiena Ashouri í Víking

Lesa nánar