Miðasala á úrslitaleik Mjólkurbikarsins

Kæru Víkingar, í ár mun fyrirkomulag miðasölu á úrslitaleik Mjólkurbikarsins vera með örlítið breyttu sniði.

Aðalstúkan (vinstra megin á mynd) skiptist í miðju á milli Víkings og KA en í austurstúkunni (hægra megin á mynd) verða eingöngu Víkingar. Þar verða líka okkar ástkæru VÁ Ultras (Virkir Áhorfendur) fyrir miðju, á sama stað og Tólfan er á landsleikjum. Þegar hólf fyllast þá verður opnað á næstu hólf til hliðar og svo frv.

Við teljum að þessi breyting sé virkilega jákvæð og geri stemninguna og upplifun vallargesta ennþá betri en áður.

Forsala til ársmiðahafa hefst kl. 12:00 í dag og almenn miðasala hefst svo kl. 12:00 á morgun, 11.september.

Áfram Víkingur!

Aðrar greinar

Forsíðufrétt

Leikfimi fyrir eldri borgara er hafin í Víkinni

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Nýtt spjallmenni komið á vikingur.is

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Grill 66 deildin er að hefjast!

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Almenningsdeild

Yin Jóga með Ylfu í Safamýri í vetur

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Æfingar fyrir 9. flokk karla og kvenna í handbolta eru að hefjast

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Heimaleikjakort Handknattleiksdeildar Víkings 2025/26

Lesa nánar