Miðasala á Ísland – Frakkland er byrjuð!

Kæru Víkingar. Miðasala á leik A landsliðs kvenna gegn Frakklandi í Þjóðadeild UEFA er hafin og fer hún fram í gegnum vef KSÍ hér. KSÍ hefur tekið í notkun nýtt miðasölukerfi sem verður virkjað í fyrsta sinn á þessum leik. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli þriðjudaginn 3. júní kl. 18:00 og er um að ræða fyrsta leikinn á nýjum og glæsilegum (hybrid) leikfleti Laugardalsvallar..

Leikurinn við Frakkland er síðasti leikur íslenska liðsins á heimavelli fyrir EM2025 í Sviss og við þurfum að fylla völlinn og kveðja stelpurnar með stæl.

Kauptu miða í Austurstúku og styrktu þitt félag í leiðinni

KSÍ hefur ákveðið að setja upp sérstakt hvatakerfi til fjáröflunar fyrir aðildarfélög og með því að kaupa miða leikinn getur þú skráð Víking í reitinn „Promotional code“, og félagið fær þá 20% af andvirði miðans. Athugið að í hvatakerfinu er eingöngu um miða í Austurstúku að ræða.

Smelltu hér til að opna nýja miðasölukerfi KSÍ og mundu að setja VIKINGUR_R í reitinn „Promotion code“ hægra megin fyrir ofan miðaupplýsingarnar.

Áfram Ísland og áfram íslenskur fótbolti ❤️🖤

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Handbolti

Daníel Ísak ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Eyrún Ósk Hjartardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Þyri Erla Sigurðardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Felix Már Kjartansson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Ísak Óli Eggertsson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Shaina Faiena Ashouri í Víking

Lesa nánar