Miðasala á Ísland – Frakkland er byrjuð!

Kæru Víkingar. Miðasala á leik A landsliðs kvenna gegn Frakklandi í Þjóðadeild UEFA er hafin og fer hún fram í gegnum vef KSÍ hér. KSÍ hefur tekið í notkun nýtt miðasölukerfi sem verður virkjað í fyrsta sinn á þessum leik. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli þriðjudaginn 3. júní kl. 18:00 og er um að ræða fyrsta leikinn á nýjum og glæsilegum (hybrid) leikfleti Laugardalsvallar..

Leikurinn við Frakkland er síðasti leikur íslenska liðsins á heimavelli fyrir EM2025 í Sviss og við þurfum að fylla völlinn og kveðja stelpurnar með stæl.

Kauptu miða í Austurstúku og styrktu þitt félag í leiðinni

KSÍ hefur ákveðið að setja upp sérstakt hvatakerfi til fjáröflunar fyrir aðildarfélög og með því að kaupa miða leikinn getur þú skráð Víking í reitinn „Promotional code“, og félagið fær þá 20% af andvirði miðans. Athugið að í hvatakerfinu er eingöngu um miða í Austurstúku að ræða.

Smelltu hér til að opna nýja miðasölukerfi KSÍ og mundu að setja VIKINGUR_R í reitinn „Promotion code“ hægra megin fyrir ofan miðaupplýsingarnar.

Áfram Ísland og áfram íslenskur fótbolti ❤️🖤

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lokahóf knattspyrnudeildar árið 2025

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Æfingar falla niður vegna veðurs og mannvirkjum Víkings lokað

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Orri Hjaltalín ráðinn vallarstjóri hjá Víkingi

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Pablo Punyed kveður Hamingjuna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Víkingar í vali í yngri landsliðum karla í handbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Matti Villa í nýtt hlutverk hjá Víkingum

Lesa nánar