Freyja Stefánsdóttir spilaði 29 leiki fyrir Meistaraflokk í fyrra og skoraði í þeim 7 mörk

Meistarakeppni KSÍ

Þriðjudaginn 16.apríl byrjar tímabilið hjá stelpunum þegar við förum í heimsókn á N1 völlinn á Hlíðarenda. Valskonur urðu Íslandsmeistarar í fyrra og eins og allir vita þá erum við Víkingar ríkjandi Mjólkurbikarmeistarar og í lok leiks verða Meistarar Meistaranna krýndar.

Leikurinn hefst kl. 19:30 en Víkingar ætla að mæta snemma á N1 völlinn og hvetja Mjólkurbikarmeistarana okkar.

Þetta verður önnur viðureign Víkings og Vals í Meistarakeppni KSÍ á árinu en Víkingar unnu Val eftir vítakeppni fyrr í mánuðinum. Verða Víkingar tvöfaldir Meistarar Meistaranna eða ná Valskonur að hefna fyrir ófarir strákanna um daginn? Það er a.m.k. alveg á hreinu að leikurinn verður veisla og hvetjum við ykkur til að tryggja miða sem allra fyrst.

Miðasala er sem fyrr á Stubb

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Víkingar í yngri landsliðum!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Björgvin Brimi í Hamingjuna!

Lesa nánar
Karate, Forsíðufrétt

Opnar kynningar á Taekwondo á laugardaginn

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Frábær velgengni hjá yngri flokkunum okkar í handbolta!

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Inga Rún ráðin bókari hjá Víkingi

Lesa nánar