Freyja Stefánsdóttir spilaði 29 leiki fyrir Meistaraflokk í fyrra og skoraði í þeim 7 mörk

Meistarakeppni KSÍ

Þriðjudaginn 16.apríl byrjar tímabilið hjá stelpunum þegar við förum í heimsókn á N1 völlinn á Hlíðarenda. Valskonur urðu Íslandsmeistarar í fyrra og eins og allir vita þá erum við Víkingar ríkjandi Mjólkurbikarmeistarar og í lok leiks verða Meistarar Meistaranna krýndar.

Leikurinn hefst kl. 19:30 en Víkingar ætla að mæta snemma á N1 völlinn og hvetja Mjólkurbikarmeistarana okkar.

Þetta verður önnur viðureign Víkings og Vals í Meistarakeppni KSÍ á árinu en Víkingar unnu Val eftir vítakeppni fyrr í mánuðinum. Verða Víkingar tvöfaldir Meistarar Meistaranna eða ná Valskonur að hefna fyrir ófarir strákanna um daginn? Það er a.m.k. alveg á hreinu að leikurinn verður veisla og hvetjum við ykkur til að tryggja miða sem allra fyrst.

Miðasala er sem fyrr á Stubb

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Jón Páll Pálmason ráðinn aðstoðarþjálfari

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Daníel Ísak ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Eyrún Ósk Hjartardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Þyri Erla Sigurðardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Felix Már Kjartansson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Ísak Óli Eggertsson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar