Meistaradeild Evrópu – 2024/2025

Kæru Víkingar, nú er komið á hreint hverjir mótherjar okkar verða í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Þar drógumst við gegn Shamrock Rovers frá Írlandi.

Fyrri leikurinn mun fara fram 9 eða 10 júlí á heimavelli okkar Víkinga (Hamingjan) en seinni leikurinn fer fram á heimavelli Shamrock Rovers í Dublin (Tallaght Stadium)

Staðfestir leikdagar og leiktímar verða tilkynntir formlega þann 21.júní næstkomandi.

Í dag var svo dregið í aðra umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu og mun sigurvegarinn úr einvígi Víkings og Shamrock Rovers mæta AC Sparta Prague frá Tékklandi..

Ef við komumst í gegnum fyrstu umferðina mun fyrri leikurinn fara fram 23 eða 24 júlí á heimavelli okkar Víkinga (Hamingjan) en seinni leikurinn á heimavelli AC Sparta Prague í Prag (Epet Arena)

Staðfestir leikdagar og leiktímar verða tilkynntir formlega þann 26.júní næstkomandi.

Hér má svo sjá leikdagana fyrir undankeppni Meistaradeildar Evrópu 2024/2025.

Undankeppni – fyrsta umferð : 9/10 & 16/17 júlí
Undankeppni – önnur umferð: 23/24 & 30/31 júlí
Undankeppni – þriðja umferð: 6/7 & 13 ágúst
Úrslitaleikir um sæti í riðlakeppni: 20/21 & 27/28 ágúst

Að lokum er vert að minnast á að mikið af fyrirspurnum hafa borist okkur varðandi miðasölu og mögulegar hópferðir. Verið er að skoða þau mál og við munum miðla til ykkar upplýsingum um leið og við mögulega getum.

Fylgist vel með hér á vikingur.is og á samfélagsmiðlum

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Guðni heldur í víking

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Gylfi Þór Sigurðsson í Víking

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Danijel Dejan Djuric til NK Istra

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Þorrablót Víkings 2025 – Vinningaskrá úr happdrætti

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Ísfold Marý Sigtryggsdóttir í Hamingjuna

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Róbert Orri Þorkelsson í Hamingjuna

Lesa nánar