fbpx

Meirihluti byrjunarliðs Víkings í landsliðum!

26. ágúst 2021 | Félagið
Meirihluti byrjunarliðs Víkings í landsliðum!

Nú eftir að landsliðshópar A landsliðs karla og U21 landsliðs karla voru gerðir opinberir,  þar sem við Víkingar eigum alls fimm leikmenn er ljóst að meirihluti byrjunarliðs Víkings eru landsliðsmenn.  Til viðbótar við Íslensku landsliðsmennina  eru landsliðsmenn frá El Salvador og Sierra Leone,  þeir Pablo Punyed og Kwame Quee.

A landslið karla mun spila þrjá heimaleiki gegn Rúmeníu, Norður Makedóníu og Þýskalandi. Um að ræða leiki í undankeppni Heimsmeistaramótsins sem fram fer í Katar á næsta ári. Í hópnum er að vanda Kári Árnason, en Kári hefur spilað frábærlega í allt sumar fyrir Víking. Landsleikirnir fara fram daganna 2, 5. og 8. september. Kári hefur leikið 89 landsleiki og er í dag 5-6 leikjahæsti leikmaður liðsins ásamt Hermanni Hreiðarssyni.


U21 landslið karla mætir Hvíta Rússlandi ytra 2. september og Grikklandi hér heima 7. september, en um er að ræða fyrstu leiki liðsins í undankeppni EM sem fram fer í Rúmeníu og Georgíu árið 2023. Í hópnum eru fjórir leikmenn Víkings, en það eru þeir Atli BarkarsonKarl Friðleifur GunnarssonKristall Máni Ingason og Viktor Örlygur Andrason. Þeir eru allir byrjunarliðsmenn hjá okkur Víkingum og hafa spilað virkilega vel, eins og raunar allt liðið.

Þess má til gamans geta að af þeim 4 leikmönnum Víkings sem eru ekki í landsliði eru tveir fyrrum A landsliðsmenn og einn fyrrum u21 landsliðsmaður.

Sá eini sem hefur ekki leikið landsleik er markahæsti leikmaður Pepsi Max deildarinnar Nikolaj Hansen!


Það verður spennandi að fylgjast með okkar mönnum í komandi landsliðs verkefnum, en í kjölfarið mun æsispennandi toppbarátta í Pepsi Max deildinni halda áfram.

Áfram Víkingur!