Matti Villa spilar sinn 400. deildarleik á ferlinum
17. apríl 2023 | UncategorizedMatthías Vilhjálmsson, leikmaður Víkings náði stórum áfanga á knattspyrnuferlinum í gær þegar hann var í byrjunarliði Víkings gegn Fylki í Bestu deild karla.
Matthías lék þar sinn 400. deildarleik á ferlinum, heima og erlendis, og er 36. íslenski knattspyrnumaðurinn í sögunni sem nær þeim áfanga.
Matthías, sem er 36 ára gamall, hóf meistaraflokksferilinn með BÍ á Ísafirði aðeins 15 ára gamall árið 2002.
Á Íslandi hefur hann spilað með BÍ bolungarvík, FH og Víking. Erlendis lék hann með enska C-deildarliðinu Colchester United ásamt Start, Rosenborg og Vålerenga í Noregi.
Við óskum Matta innilega til hamingju með þennan stóra áfanga.