Matti Villa spilar sinn 400. deildarleik á ferlinum

Matth­ías Vil­hjálms­son, leikmaður Víkings náði stór­um áfanga á knatt­spyrnu­ferl­in­um í gær þegar hann var í byrjunarliði Víkings gegn Fylki í Bestu deild karla.

Matth­ías lék þar sinn 400. deilda­rleik á ferl­in­um, heima og er­lend­is, og er 36. ís­lenski knattspyrnumaður­inn í sög­unni sem nær þeim áfanga.

Matth­ías, sem er 36 ára gam­all, hóf meist­ara­flokks­fer­il­inn með BÍ á Ísaf­irði aðeins 15 ára gamall árið 2002.

Á Íslandi hefur hann spilað með BÍ bolungarvík, FH og Víking. Erlendis lék hann með enska C-deild­arliðinu Colchester United ásamt Start, Rosen­borg og Vål­erenga í Noregi.

Við óskum Matta innilega til hamingju með þennan stóra áfanga.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Guðni heldur í víking

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Gylfi Þór Sigurðsson í Víking

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Danijel Dejan Djuric til NK Istra

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Þorrablót Víkings 2025 – Vinningaskrá úr happdrætti

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Ísfold Marý Sigtryggsdóttir í Hamingjuna

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Róbert Orri Þorkelsson í Hamingjuna

Lesa nánar