fbpx

Louisa Christina nýr Íþróttafulltrúi hjá Víking

15. desember 2023 | Félagið, Uncategorized
Louisa Christina nýr Íþróttafulltrúi hjá Víking
Louisa Christina á Kósini

Knattspyrnufélagið Víkingur hefur ráðið Louisu Christinu á Kósini í starf Íþróttafulltrúa.

Louisa mun starfa náið með Íþróttastjóra félagsins og verður hún staðsett í Safamýrinni.

Louisa er með BSc gráðu í Íþrótta- og heilsufræði frá Háskólanum í Reykjavík ásamt víðtækri reynslu af þjálfun og starfsemi íþróttafélaga.

Hún sinnti verknámi bæði hjá Val og HK þar sem hún fylgdi eftir Íþróttafulltrúa Vals og Framkvæmdastjóra HK.

Að námi loknu 2021, starfaði Louisa sem Íþrótta- og verkefnastjóri hjá HK til ársins 2023.

Ég er virkilega spennt fyrir komandi verkefnum og í senn þakklát fyrir tækifærið til þess að starfa fyrir hverfisfélagið. Það eru spennandi uppvaxtartímar framundan hjá Víkingi. Ég hlakka til að taka þátt í þeirri uppbyggingu við hlið öflugra sjálfboðaliða, iðkenda og samstarfsfólks.

Víkingur bindur miklar vonir við Louisu og eru þess fullviss að hún muni skipta sköpum í áframhaldandi vexti félagsins á nýju svæði í Safamýrinni.

Louisa mun hefja störf hjá félaginu strax á nýju ári, 2. janúar 2024.