Lokahóf knattspyrnudeildar árið 2025

Kæru Víkingar. Laugardaginn 25. október síðastliðinn fór fram lokahóf knattspyrnudeildar Víkings. Veitt voru ýmis verðlaun og viðurkenningar og farið var vel yfir starf deildarinnar á nýliðnu keppnistímabili.

Tómas Þór Þórðarson stýrði kvöldinu og ræðumönnum af stakri snilld. Einstaklega vel heppnað kvöld sem endaði einstaklega vel heppnaðan dag þar sem meistaraflokkur karla sigraði Val 2-0 í lokaleik tímabilsins og tók að leik loknum við Bestu deildar skildinum.

Besti leikmaður meistaraflokks kvenna 2025
Bergþóra Sól Ásmundsóttir

Lárubikarinn 2025 (annað árið í röð)
Gígja Valgerður Harðardóttir

Efnilegasti leikmaður meistaraflokks kvenna 2025
Arna Ísold Stefánsdóttir

Hafliðabikarinn 2025 og Besti leikmaður meistaraflokks karla 2025
Valdimar Þór Ingimundarson og Helgi Guðjónsson

Efnilegasti leikmaður meistaraflokks karla
Stígur Diljan Þórðarson

300 leikir fyrir meistaraflokk
Davíð Örn Atlason og Erlingur Agnarsson.

200 leikir fyrir meistaraflokk
Helgi Guðjónsson, Nikolaj Hansen, Karl Friðleifur Gunnarsson og Viktor Örlygur Andrason.

100 leikir fyrir meistaraflokk
Aron Elís Þrándarson og Oliver Ekroth.

Takk fyrir frábært ár kæru Víkingar. Við ætlum að gera þetta aftur saman á næsta ári. Takk. 🖤❤️

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá kvöldinu.

Aðrar greinar

Forsíðufrétt

Æfingar falla niður vegna veðurs og mannvirkjum Víkings lokað

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Orri Hjaltalín ráðinn vallarstjóri hjá Víkingi

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Pablo Punyed kveður Hamingjuna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Víkingar í vali í yngri landsliðum karla í handbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Matti Villa í nýtt hlutverk hjá Víkingum

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið, Handbolti

Samið við HSÍ um æfingar landsliða Íslands hjá Víkingi

Lesa nánar