Samsett mynd: Þórhanna Inga

Lokahóf knattspyrnudeildar 2023

Lokahóf knattspyrnudeildar Víkings var haldið í Hörpunni síðastliðinn laugardag. Þar komu saman leikmenn, þjálfarateymi, stjórn og velunnarar og fögnuðu besta tímabili í 115 ára sögu félagsins. Í tilefni þess voru veitt verðlaun til leikmanna sem þóttu skara framúr á tímabilinu. 

Kvenna- og karlalið Víkings áttu bæði fullkomið tímabil í sumar þar sem karlaliðið varð Íslands- og bikarmeistari og kvennaliðið varð þrefaldur meistarar með sigri í Lengjubikarnum, Lengjudeildinni ásamt því að verða fyrsta kvennaliðið í sögunni til að verða bikarmeistari úr næst efstu deild! 

Leikmaður ársins kosinn af stjórn knattspyrnudeildar & liðfélögum sínum

Birnir Snær átti magnað tímabil með Víkingsliðinu í sumar. Hann spilaði samtals 30 leiki, skoraði í þeim 12 mörk og lagði upp 8 mörk fyrir liðsfélaga sína. Birnir var jafnframt valinn leikmaður ársins í Bestu deildinni af leikmönnum deildarinnar og af Stúkunni á Stöð2 Sport. 

Leikmaður ársins kosinn af liðsfélögum: 

Selma Dögg var að spila sitt fyrsta tímabil fyrir okkur Víkinga í sumar. Selma eignaðist barn fyrir ári síðan og spilaði því ekkert árið 2022. Hún var frábær með Víkingsliðinu í sumar og algjör leiðtogi innan sem utan vallar. Hún spilaði samtals 22 leiki af 24 sem miðjumaður í sumar og skoraði í þeim 5 mörk. 

Leikmaður ársins kosinn af Stjórn: 

Erna Guðrún var einnig að spila sitt fyrsta tímabil í Víkingsbúningnum. Erna Guðrún spilaði samtals 20 leiki og stóð vaktina í vörninni gríðarlega vel og var lykilleikmaður í sumar. Erna Guðrún eignaðist barn fyrir ári síðan og spilaði því ekkert árið 2022. Erna Guðrún átti stórkostlegt tímabil með Víkingsliðinu í sumar og stýrði vörninni eins og sannur leiðtogi. Vefsíðan Fótbolti.net valdi Ernu Guðrúnu leikmann ársins í Lengjudeildinni.

Efnilegasti leikmaður ársins í meistaraflokki karla: 

Danijel Djuric, fæddur árið 2003, var valinn efnilegasti leikmaður ársins en hann átti frábært tímabil í Víkingstreyjunni í sumar. Danijel kom við sögu í 31 leikjum í sumar af 32 og skoraði 11 mörk og lagði upp 8 mörk fyrir liðsfélaga sína. 

Efnilegasti leikmaður ársins í meistaraflokki kvenna: 

Sigdís Eva átti stórkostlegt tímabil en hún er uppalinn í Víking. Þrátt fyrir ungan aldur var hún valinn leikmaður mótsins í Mjólkurbikar kvenna þar sem hún skoraði 8 mörk í 6 leikjum. Sigdís Eva spilaði stórt hlutverk með Víkingsliðinu í Lengjudeildinni þar sem hún skoraði 8 mörk í 15 leikjum. Vefsíðan Fótbolti.net valdi Sigdísi Evu efnilegasta leikmann ársins í Lengjudeildinni.

 

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Félagið, Handbolti

Hafdís og Jóhann Reynir leikmenn tímabilsins í handboltanum

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Viktor Örlygur framlengir

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lárustofa opnuð formlega

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Júlía Ruth til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Víkings og BUR Hnd.

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Fyrsta æfingin hjá Ali Al-Mosawe (ALMO)

Lesa nánar