Linda Líf til Kristianstads DFF

Linda Líf Boama, leikmaður Víkings, hefur skrifað undir samning við Kristianstads DFF. Linda gerir þriggja ára samning við félagið. Kristiandstads leikur í efstu deild í Svíþjóð og situr í 6.sæti þegar tvær umferðir eru eftir í deildinni.

Linda er sóknarmaður fædd árið 2001, spilaði með Víking frá 4.flokki og spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir HK/Víking árið 2017. Hún hefur á ferli sínum í meistaraflokki spilað 155 leiki og gert í þeim 74 mörk.

Linda Líf spilaði sinn 100. leik fyrir Víking nú í haust en hún hefur verið lykilleikmaður í allri uppbyggingu og á stóran þátt í velgengni liðsins undanfarin ár.

Linda varð bikarmeistari með Víking árið 2023 og liðið varð Lengjudeildarmeistari og tók skrefið uppí Bestu deildina. Víkingur lenti í þriðja sæti á fyrsta ári sínu í Bestu deildinni og tók síðan fimmta sætið eftir brösuga byrjun á mótinu í ár.

Linda á 12 leiki og 3 mörk í leikjum fyrir yngri landslið Íslands og við hlökkum til að sjá hana bæta við sig leikjum fyrir Íslands hönd.

Knattspyrnudeild Víkings óskar Lindu Líf velgengni og hamingju í Svíþjóð og um leið þökkum við Lindu kærlega fyrir sitt framlag til félagsins. Sjáumst fljótlega í Hamingjunni Linda! ❤️🖤

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Rauður og svartur fössari í vefverslun Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Frítt fyrir stelpur að æfa handbolta í tilefni af HM kvenna!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Elísa Birta Káradóttir gengur til liðs við Víking frá HK

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Tillögur um nýtt nafn á íþróttasvæði Víkings í Safamýri

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Víkingsstúlkur í æfingahópum yngri landsliða í handbolta!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Vinningaskrá – Happdrætti Herrakvölds Víkings 2025

Lesa nánar