Leikmenn og starfsmenn Víkings munu taka þátt í landsliðsverkefni í byrjun Nóvember

Leikmenn Víkings í A-landslið karla

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A landsliðs karla, hefur valið leikmannahóp fyrir fyrra nóvember-verkefni liðsins, sem mætir Sádi-Arabíu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum 6. nóvember.

Víkingur á nokkra fulltrúa í hópnum en bæði leikmenn og starfsmenn Víkings hafa verið valdir í verkefnið.

Þeir Logi Tómasson, Viktor Örlygur Andrason & Danijel Dejan Djuric leikmenn meistaraflokks karla hjá Víking hafa verið valdir í hópinn. Einnig má sjá Óttar Magnús Karlsson, fyrrum leikmann Víkings í hópnum.

Þá eru þeir Ari Sigurpálsson, leikmaður Víkings og Adam Ægir Pálsson, leikmaður Víkings sem spilaði á láni hjá Keflavík í sumar, á lista yfir varamenn ef aðrir leikmenn detta úr hópnum.

Markús Árni Vernharðsson & Guðjón Örn Ingólfsson sem eru í starfsliði meistaraflokks karla hjá Víkingi hafa verið boðaðir í verkefnið til að aðstoða þjálfarateymi landsliðsins.

Markús Árni þjálfaði 2. flokk karla hjá Víkingi á liðnu tímabili og tók að sér fyrir tímabilið að sjá um leikgreiningar hjá meistaraflokki karla sem hefur vakið mikið umtal.

Guðjón Örn hefur verið styrktarþjálfari seinustu fjögur tímabil hjá meistaraflokki Víkings og er hann einn sá færasti í sinni starfsgrein á Íslandi.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Ali Al-Mosawe til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Sumardagurinn fyrsti í Fossvogs – og Bústaðahverfi

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Til hamingju með afmælið Víkingar nær og fjær!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Tara Jónsdóttir til Gróttu

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Skráðir Víkingar fá afslátt í vefverslun

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Hulda Ösp Ágústsdóttir til Gróttu

Lesa nánar