fbpx

Leikmenn meistaraflokk kvenna Víkings framlengja

10. júlí 2022 | Knattspyrna, Félagið, Uncategorized
Leikmenn meistaraflokk kvenna Víkings framlengja
Víkingur hefur framlengt samninga við fjóra af máttarstólpum meistaraflokks kvenna.

Þar ber fyrsta að telja miðvörðinn og fyrirliða liðsins Dagbjörtu Ingvarsdóttur (1996), en hún gekk til liðs Víking haustið 2020 og hefur nú á sínu öðru tímabili spilað alls 41 leik fyrir liðið. Fyrir átti hún 161 leik fyrir uppeldisfélagið Völsung á Húsavík, sem hún hafði spila fyrir alla tíð og sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2012. Dagbjört meiddist í byrjun sumars, en frá því að hún kom aftur inn í liðið hefur hún spilað hverja einustu leikmínútu, reyndar líkt og sumarið áður! Hún skoraði sitt fyrsta mark fyrir Víking í Lengjubikarnum í vor og bætti öðru við í Lengjudeildinni fyrir stuttu og tryggði þá sigur á móti Haukum. Dagbjört býr yfir mestri leik-reynslu allar leikmanna liðsins og mikilvægi hennar í hjarta varnarinnar er í samræmi við

Næst er að telja vinstri kantmanninn, Huldu Ösp Ágústsdóttur (1999), en hún kom til Víkings sumarið 2020 eftir að hafa varið vetrinum á undan hjá bandaríska háskólaliðinu Appalachian State University í Norður-Karólínu. Þangað hafði hún farið frá uppeldisfélaginu Völsungi, sumarið áður, en hún hóf að spila með meistaraflokki 2014. Alls á hún 76 leiki fyrir Völsung og 30 mörk. Hún hefur nú bætt við 54 leikjum fyrir Víking og 10 mörkum. Hulda býr yfir miklum hraða og spyrnugetu en sendingar hennar eftir hlaup upp kantinn hafa gefið ófá mörkin. Líkt og áður segir hefur hún líka verið iðin við að skora þau sjálf og þrjú eru þegar komin í Lengjudeildinni í ár. Megi hún setja þau sem flest í þeirri baráttu sem fram undan er.

Næst ber að telja hægri bakvörðinn Freyju Friðþjófsdóttur (2000), en hún kom til Víkings í byrjun sumars 2020 eftir að hafa verið á mála hjá norska 2. deildarfélaginu Halsöy, sem hún gekk til liðs við, frá uppeldisfélaginu Val haustið áður. Freyja spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir Víking sumarið 2020. Hún átti við meiðsli að stríða þá um haustið og það sama var uppi á teningnum í byrjun síðasta sumars, en frá þeim tíma og þar til nú hefur hún varla misst úr leik og er með flestar leikmínútur allra leikmanna á þessu tímabili. Alls á hún nú 54 leiki fyrir meistaraflokk Víkings. Freyja ber hún boltann iðulega upp kantinn og á fínar fyrirgjafir, en hún er líka fljót, aftur sem traustur varnarmaður.

Síðast en ekki síst ber að telja Svanhildi Ylfu Dagbjartsdóttur (2003). Hún hefur bæði spilað á miðjunni og köntunum, en einnig brugðið sér í vinstri bakvörð og upp á topp. Svanhildur var enn á 3. fl. aldri þegar hún hóf að spila með HK/Víking 2019 og kom m.a. við sögu í 9 leikjum í Pepsí-deildinni það ár og skoraði eftirminnilega á móti Breiðablik. Svanhildur sleit fyrstu knattspyrnuskónum á Grundarfirði, en gekk síðar til liðs við FH og hafði stutta viðkomu hjá þeim aftur, veturinn 2019/2020 og spilaði fyrir þá þrjá leiki. Hún hefur nú spilað alls 83 leiki fyrir Víking (og HK/Víking) og er á sínu fjórða tímabili með liðinu. Hún er í dag þriðja leikjahæst núverandi leikmanna meistaraflokks. Svanhildur hefur í þeim leikjum skorða 7 mörk og þar af fjögur nú í sumar, tvö í Mjólkurbikarnum og tvö í Lengjudeildinni, þar sem þau eiga eftir að verða fleiri!

Víkingar vænta mikils af stúlkunum í komandi leikjum og merkja metnað þeirra til að koma liðinu í hóp þeirra bestu fyrir næsta ár. Til hamingju með samningana stúlkur og allir Víkingar.