Frá vinstri: Ari, Viktor, Danijel, Gunnar, Sigdís

Leikmenn mánaðarins í boði Olifa – La Madre Pizza

Á hverjum heimaleik í Hamingjunni er útnefndur Maður leiksins og í verðlaun er gjafabréf frá Olifa – La Madre Pizza.

Meistaraflokkarnir okkar spiluðu 5 leiki samtals í Hamingjunni í apríl og byrja tímabilið taplaus. Strákarnir mættu 3 liðum í Bestu deildinni og spiluðu sinn fyrsta leik í Mjólkurbikarnum á meðan stelpurnar spiluðu sinn fyrsta heimaleik í efstu deild síðan árið 1984.

Gunnar Vatnhamar var maður leiksins gegn Stjörnunni í fyrsta leiknum okkar í Bestu deild karla. Svo var komið að Ara Sigurpálssyni gegn Breiðablik. Því næst var það Viktor Örlygur Andrason gegn Víði í Mjólkurbikarnum. Sigdís Eva Bárðardóttir var valin maður leiksins gegn Fylki í fyrsta leik okkar í Bestu deild kvenna og svo var það Danijel Dejan Djuric sem hneppti nafnbótina gegn KA.

Knattspyrnudeild Víkings óskar þeim innilega til hamingju með frábæran árangur og hlökkum til að sjá meira frá þeim í sumar! Áfram Víkingur

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lokahóf knattspyrnudeildar árið 2025

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Æfingar falla niður vegna veðurs og mannvirkjum Víkings lokað

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Orri Hjaltalín ráðinn vallarstjóri hjá Víkingi

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Pablo Punyed kveður Hamingjuna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Víkingar í vali í yngri landsliðum karla í handbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Matti Villa í nýtt hlutverk hjá Víkingum

Lesa nánar