Leikmaður mánaðarins KVK: kjóstu hér

Fjórir leikmenn hafa verið tilnefndar sem Shake&pizza leikmaður mánaðarins hjá kvennaliði Víkings fyrir júní mánuð.

Katla Sveinbjörnsdóttir, Markmaður:
Byrjaði alla 7 leiki Víkings í júní og átti nokkra stórleiki. Hún átti mikinn þátt í sigrunum gegn Selfoss og FH sem hefur tryggt okkar alla leið í úrslitaleikinn á Laugardalsvelli í bikarnum ásamt því að hafa átt nokkrar stórar vörslur í sigri gegn HK í deildinni. Þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára gömul hefur hún verið ein af bestu markmönnum deildarinnar í sumar.

Emma Steinsen Jónsdóttir, Varnarmaður:
Hefur byrjað alla leikina í Júní. Hún spilar sem hægri bakvörður og átti mjög góða leiki í júní. Hún átti stórleik gegn FH þegar við tryggðum okkur í úrslitin og lagði m.a. upp sigurmarkið á Sigdísi á 84. mínútu leiksins. Emma er þekkt fyrir mikinn hraða og góðan sendingarfót sem skapar mikla hættu í teig andstæðingana.

Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir, Varnarmaður:
Kom til landsins í lok maí og spilaði sinn fyrsta leik fyrir Víking í 0-5 sigri gegn KR þann 13. júní síðastliðinn. Hún hefur komið gríðarlega vel inn í liðið og myndað sterkt varnarpar með Ernu Guðrúnu. Kolbrún Tinna var í byrjunarliðinu í sterkum sigrum gegn HK í deildinni, FH & Selfoss í bikarnum og átti þar frábæra leiki í vörninni.

Sigdís Eva Bárðardóttir, Sóknarmaður:
Átti stórkostlegan mánuð að baki. Sigdís skoraði öll fjögur mörk Víkinga í Mjólkurbikarnum gegn Selfossi og FH sem tryggði okkar í úrslit bikarsins ásamt því að hafa skorað þrjú mikilvæg mörk í deildinni. Sigdís sem er ennþá aðeins 16 ára gömul var valin í U19 ára landslið kvenna sem tekur þátt á lokamóti EM seinna í þessum mánuði efti frammistöðuna sína í sumar.

Hér fyrir neðan getur þú kosið þinn leikmann mánaðarins. Kosningu lýkur miðvikudaginn 5. júlí klukkan 16:00.

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Félagið, Handbolti

Hafdís og Jóhann Reynir leikmenn tímabilsins í handboltanum

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Viktor Örlygur framlengir

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lárustofa opnuð formlega

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Júlía Ruth til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Víkings og BUR Hnd.

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Fyrsta æfingin hjá Ali Al-Mosawe (ALMO)

Lesa nánar