Leikmaður mánaðarins KK: kjóstu hér

Fjórir leikmenn hafa verið tilnefndir sem Shake&pizza leikmaður mánaðarins hjá karlaliði Víkings fyrir júní mánuð.

Ingvar Jónsson, Markmaður:
hefur verið einn besti markamaður á landinu í sumar og er kominn með samtals 8 hrein lök í deildinni í 14 leikjum. Ingvar átti góðan mánuð í júní en hann byrjaði alla leikina í Bestu deildinni og átti mikilvægar vörslur sem hjálpaði liðinu að tryggja 10 stig af 12 mögulegum í júní.

7. Erlingur Agnarsson, Sóknarmaður:
byrjaði alla 4 leikina í deildinni og kom inná sem varamaður í leiknum gegn Þór í Mjólkurbikarnum. Erlingur átti mjög góðan leik gegn Fram þar sem hann skoraði gott mark. Erlingur hefur verið mjög mikilvægur í uppspili Víkings sóknarlega í júní sem hafa skilað mörk fyrir liðið.

Danijel Dejan Djuric, Sóknarmaður:
byrjaði alla leiki Víkings í deild og bikar. Hann hefur spilað gríðarlega vel í júní og skorað 3 mörk í deildinni í fjórum leikjum. Danijel átti góðan leik gegn Breiðablik í byrjun mánaðar þar sem hann skoraði fyrsta mark okkar Víkinga. Danijel er mjög góður með boltan og góður að taka menn á í 1 á 1.

Matthías Vilhjálmsson, Sóknarmaður:
Matti Villa hefur komið sterkur inn í Víkingsliðið og átti frábæran mánuð að baki. Hann hefur verið að leysa marga stöður á vellinum og hefur leyst allar stöðurnar mjög vel. Hann hefur legið aftarlega á miðjunni með Pablo en í þeim leikjum sem hann hefur spilað sem fremsti maður hefur hann skilað mörkum.

Hér fyrir neðan getur þú kosið þinn leikmann mánaðarins. Kosningu lýkur miðvikudaginn 5. júlí klukkan 16:00.

Leikmaður mánaðarins júní - KK

Leikmaður Meistaraflokk Karla - Maí
This field is for validation purposes and should be left unchanged.

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Félagið, Handbolti

Hafdís og Jóhann Reynir leikmenn tímabilsins í handboltanum

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Viktor Örlygur framlengir

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lárustofa opnuð formlega

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Júlía Ruth til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Víkings og BUR Hnd.

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Fyrsta æfingin hjá Ali Al-Mosawe (ALMO)

Lesa nánar