Lárustofa opnuð formlega

Kæru Víkingar. Undanfarna mánuði og ár hefur Viðburðaráð Knattspyrnudeildar Víkings staðið í stórræðum við framkvæmdir á ýmsum rýmum víðsvegar um Hamingjuna okkar. Þau ykkar sem hafa komið á Heimavöll Hamingjunnar síðasta árið eða svo hafið séð einhverjar af þessum frábæru breytingum með eigin augum.

Í gær, föstudaginn 9.maí, var svo stórum áfanga náð en þá var Lárustofa loksins fullkláruð, fyrir utan eitt – gefa þurfti rýminu nafnið sitt formlega. Fjölskylda og vinir Láru ásamt fólki víðs vegar úr starfi Víkings voru á staðnum þegar Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar hélt ræðu til að minnast Láru Herbjörnsdóttur og hennar framlags til félagsins. Sverrir Geirdal, varaformaður Knattspyrnudeildar hélt einnig stutta tölu og hengdi upp Víkingstreyju á þvottasnúru sem mun hanga um ókomna tíð í Lárustofu.

Að neðan má sjá myndir frá þessari fallegu stund í Lárustofu þar sem einstakri félagskonu var minnst. Knattspyrnudeild Víkings býður Lárustofu hjartanlega velkomna í Hamingjuna. ❤️🖤

Hér má sjá textann sem fylgdi myndunum sem Viðburðaráð Víkings lét framleiða og hengja upp í Lárustofu.

Lára „Amma Vikingur“ Herbjörnsdóttir – 03.01.1922 -27.10.2012

Lára samt Ásgeiri Ármannssyni (21.02.1921-02.02.2007), eiginmanni sínum, voru ávallt nefnd í einu orði sem Ásgeir og Lára eða Lára og Ásgeir i félagsstarfi Vikings og störfum fyrir félagið, hvort sem um var að ræða búningaþvott eða stjórnarstörf. Þau fylgdust ætíð með leikjum í öllum aldursflokkum og kunnu skil á nöfnum og högum leikmanna, og deildu með þeim gleði og vonbrigðum, allt eftir því hver úrslit leiksins voru.

Lára var aðalhvatamaður og fyrsti formaður kvennadeildar Víkings árið 1973. Kvennadeildin starfaið í mörg ár af miklum krafti og sinnti fjáröflun og auknu félagsstarfi kvenna í félaginu.

Lára var tilnefnd sem heiðursfélagi Vikings árið 2004.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Júlía Ruth til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Víkings og BUR Hnd.

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Fyrsta æfingin hjá Ali Al-Mosawe (ALMO)

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Ali Al-Mosawe til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Sumardagurinn fyrsti í Fossvogs – og Bústaðahverfi

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Til hamingju með afmælið Víkingar nær og fjær!

Lesa nánar