Bergdís, Katla og Sigdís

landsliðsfulltrúar Víkings

Víkingar eiga 3 sterka fulltrúa í u-16 ára landslið kvenna

Þær Sigdís Eva Bárðardóttir, Katla Sveinbjörnsdóttir og Bergdís Sveinsdóttir hafa verið valdnar í U-16 ára landsliðið sem heldur til Portúgals að keppa í UEFA Development Tournament 11.-18. maí og leikur Ísland gegn Portúgal, Spáni og Austurríki.

Sigdís Eva Bárðardóttir sem er fædd árið 2006 spilar sem sóknarmaður á 18 leiki og 9 mörk með meistaflokk kvenna ásamt því hefur hún leikið 4 leiki með yngri landsliðum Íslands.

Katla Sveinbjörnsdóttir sem er fædd árið 2006 er ein af efnilegustu markmönnum í sínum aldursflokki. Katla á 11 leiki með meistaraflokk kvenna og 2 landsleiki með u-16 ára landsliði

Bergdís Sveinsdóttir sem er fædd árið 2006 spilar sem sóknarmaður á 4 leiki og 3 mörk með meistarflokk kvenna ásamt því hefur hún spilað 5 leiki og skorað 2 mörk fyrir yngri landslið Íslands.

Við erum hrikalega stolt af þessum efnilegu leikmönnum okkar og óskum þeim góðs gengis í portúgal!

 

 

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Handbolti

Valgerður Elín heiðruð

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Leikfimi fyrir eldri borgara er hafin í Víkinni

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Gervigreindarfulltrúinn Vaka hefur hafið störf hjá Víking

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Grill 66 deildin er að hefjast!

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Almenningsdeild

Yin Jóga með Ylfu í Safamýri í vetur

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Æfingar fyrir 9. flokk karla og kvenna í handbolta eru að hefjast

Lesa nánar